Enski boltinn

Bjartsýnn Jón Daði framlengir við Bolton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson fagnar einu fimmtán marka sinna fyrir Bolton Wanderers.
Jón Daði Böðvarsson fagnar einu fimmtán marka sinna fyrir Bolton Wanderers. getty/James Gill

Jón Daði Böðvarsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers.

Jón Daði gekk í raðir Bolton í janúar 2022. Hann skoraði sjö mörk fyrir liðið á tímabilinu 2021-22.

Selfyssingurinn skoraði átta mörk fyrir Bolton fyrri hluta síðasta tímabils en meiddi af seinni hlutanum vegna meiðsla. Jón Daði hefur alls leikið 48 leiki fyrir Bolton og skorað fimmtán mörk.

Bolton endaði í 5. sæti C-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Barnsley í undanúrslitum umspilsins.

„Ég er mjög ánægður að hafa framlengt dvöl mína hérna. Þetta er félag sem ég er mjög stoltur að vera hluti af,“ sagði Jón Daði í frétt á heimasíðu Bolton.

„Það var mjög svekkjandi að vera frá vegna meiðsla síðustu fjóra mánuði tímabilsins. Það var frekar nýtt fyrir mér að vera svona lengi frá. Andlega var þetta krefjandi. Blessunarlega var ég í góðum höndum hjá frábærum sjúkraþjálfurum sem hjálpuðu mér að koma til koma. Núna er ég fínn og hlakka til að eiga gott undirbúningstímabil til að komast í form á nýjan leik.“

Jón Daði hefur leikið á Englandi síðan 2016, fyrst með Wovles, þá Reading, Millwall og lok Bolton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×