Enski boltinn

Guardiola gaf starfsfólki City rúmlega 130 milljóna bónus sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola er í miklum metum hjá starfsfólki Manchester City.
Pep Guardiola er í miklum metum hjá starfsfólki Manchester City. getty/Lexy Ilsley

Pep Guardiola gaf starfsfólki Manchester City veglegan bónus sem hann fékk fyrir að stýra liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni.

Talið er að Guardiola hafi fengið 750 þúsund punda bónus fyrir að vinna ensku úrvalsdeildina. Það jafngildir rúmlega 130 milljónum íslenskra króna.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum deildi Guardiola bónusnum á milli starfsfólks City til að þakka því fyrir þeirra þátt í velgengni liðsins.

Guardiola er vinsæll meðal starfsfólks City og ekki dvína vinsældirnar við síðasta útspil hans.

City varð þrefaldur meistari á nýafstöðnu tímabili; vann ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×