Mbl.is greinir frá en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi lögreglu síðan hann var handtekinn þann 13. mars síðastliðinn. Skotinu var hleypt af inni á barnum í miðbæ Reykjavíkur þann 12. mars og hafði maðurinn áður verið dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota, líkt og Vísir greindi frá.
Hann hljóp af vettvangi eftir að hafa hleypt var úr byssunni, en skotið hafnaði á vegg við barinn. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni.