Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júní 2023 13:00 Ögmundur Jónasson segir aukið aðgengi að áfengi ekki í takt við samþykkta lýðheilsustefnu og vill aukna umræðu á bæði þingi og í þjóðfélaginu um aðgengi að því. Vísir/Stöð 2 Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. Nýverið fór Costco að selja viðskiptavinum sínum áfengi og það einnig á sunnudögum, sem hingað til hefur ekki verið heimilt. Framkvæmdastjóri Hagkaups tilkynnti svo í vikunni að verslunin vinni að því að koma áfengu í netverslun sína á næstu misserum. Í áfengislögum segir skýrt að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkaleyfi til smásölu áfengis en þrátt fyrir það hefur sala áfengis á netinu farið fram síðastliðið ár en Heimkaup reið á vaðið í netsölu áfengis í fyrra. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, segir aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref „Þetta snýst um það hvert Íslendingar vilja stefna með þessi mál. Í mínum huga er verið að stíga skref afturábak. Þetta er ekki framfaraskref sem menn eru að stíga,“ segir Ögmundur og vísar þar til skoðana Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, læknasamfélagsins og annarra sem hafa hvatt Íslendinga til að halda í það fyrirkomulag sem fyrir er. Sem snýst um að virkja ekki markaðsöflin þegar áfengi er annars vegar. „Þess vegna er salan og dreifing í höndum ÁTVR,“ segir Ögmundur og að með því að selja áfengi á netinu sé verið að fara inn bakdyramegin. Ögmundur bendir á að þegar Costco kom til landsins hafi það verið skilyrði að lögum um áfengisverslun yrði breytt og með þessu séu þau í raun að fá sínu framgengt. „Mér finnst þetta mál þurfa að fá umræðu í þinginu og þjóðfélaginu áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar,“ segir Ögmundur og heldur áfra: „Fram til þessa hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð þar sem ég var þingmaður verið þessu algerlega andvíg, og innan annarra flokka hefur verið andstaða líka. Þetta er ekki flokkspólitískt mál í þeim skilningi þó að línurnar hafi legið á mismunandi vegi. Þetta er þverpólitískt mál,“ segir Ögmundur og að það þurfi að horfa vítt í þessu máli. Til hagsmunaaðila og áfengisvandans. „Það kemur mér á óvart að Alþingi skuli vera svo andvaralaust í þessu máli,“ segir Ögmundur og að það sé ekki í samræmi við þá lýðheilsustefnu sem var samþykkt á Alþingi. „Ef að menn ætla að láta þetta yfir sig ganga þá eiga þeir að koma hreint fram og breyta lýðheilsustefnunni líka. Spurður hvort að það sé ekkert jákvætt við þetta, þegar til dæmis, búist er við að met verði slegin í komu ferðamanna segir Ögmundur að hann hafi ávallt verið fylgjandi þá slóð með dreifingunni eins og hún er og að það sé tryggð góð þjónusta og gott úrval vandaðra vína og að ÁTVR hafi gert það vel. Að það sé gott aðgengi en að það sé gert án þess að virkja markaðsöflin. „Án þess að virkja markaðsöflin. Það er það sem breytist þegar þú ert komin með þetta út á markað og inn í búðirnar. Til aðila sem hafa fyrst og fremst gróðann að leiðarljósi. Þá verður breyting.“ Neytendur Áfengi og tóbak Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli „Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli. 17. janúar 2022 07:22 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Nýverið fór Costco að selja viðskiptavinum sínum áfengi og það einnig á sunnudögum, sem hingað til hefur ekki verið heimilt. Framkvæmdastjóri Hagkaups tilkynnti svo í vikunni að verslunin vinni að því að koma áfengu í netverslun sína á næstu misserum. Í áfengislögum segir skýrt að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkaleyfi til smásölu áfengis en þrátt fyrir það hefur sala áfengis á netinu farið fram síðastliðið ár en Heimkaup reið á vaðið í netsölu áfengis í fyrra. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, segir aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref „Þetta snýst um það hvert Íslendingar vilja stefna með þessi mál. Í mínum huga er verið að stíga skref afturábak. Þetta er ekki framfaraskref sem menn eru að stíga,“ segir Ögmundur og vísar þar til skoðana Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, læknasamfélagsins og annarra sem hafa hvatt Íslendinga til að halda í það fyrirkomulag sem fyrir er. Sem snýst um að virkja ekki markaðsöflin þegar áfengi er annars vegar. „Þess vegna er salan og dreifing í höndum ÁTVR,“ segir Ögmundur og að með því að selja áfengi á netinu sé verið að fara inn bakdyramegin. Ögmundur bendir á að þegar Costco kom til landsins hafi það verið skilyrði að lögum um áfengisverslun yrði breytt og með þessu séu þau í raun að fá sínu framgengt. „Mér finnst þetta mál þurfa að fá umræðu í þinginu og þjóðfélaginu áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar,“ segir Ögmundur og heldur áfra: „Fram til þessa hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð þar sem ég var þingmaður verið þessu algerlega andvíg, og innan annarra flokka hefur verið andstaða líka. Þetta er ekki flokkspólitískt mál í þeim skilningi þó að línurnar hafi legið á mismunandi vegi. Þetta er þverpólitískt mál,“ segir Ögmundur og að það þurfi að horfa vítt í þessu máli. Til hagsmunaaðila og áfengisvandans. „Það kemur mér á óvart að Alþingi skuli vera svo andvaralaust í þessu máli,“ segir Ögmundur og að það sé ekki í samræmi við þá lýðheilsustefnu sem var samþykkt á Alþingi. „Ef að menn ætla að láta þetta yfir sig ganga þá eiga þeir að koma hreint fram og breyta lýðheilsustefnunni líka. Spurður hvort að það sé ekkert jákvætt við þetta, þegar til dæmis, búist er við að met verði slegin í komu ferðamanna segir Ögmundur að hann hafi ávallt verið fylgjandi þá slóð með dreifingunni eins og hún er og að það sé tryggð góð þjónusta og gott úrval vandaðra vína og að ÁTVR hafi gert það vel. Að það sé gott aðgengi en að það sé gert án þess að virkja markaðsöflin. „Án þess að virkja markaðsöflin. Það er það sem breytist þegar þú ert komin með þetta út á markað og inn í búðirnar. Til aðila sem hafa fyrst og fremst gróðann að leiðarljósi. Þá verður breyting.“
Neytendur Áfengi og tóbak Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli „Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli. 17. janúar 2022 07:22 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03
Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02
Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli „Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli. 17. janúar 2022 07:22