Brim semur um 33 milljarða lán Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 12:17 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Útgerðarfélagið Brim hf. hefur undirritað samning um 33 milljarða króna sambankalán til að endurfjármagna eldra lán. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lánveitendur séu þrír alþjóðabankar; alþjóðlegi matvæla- og landbúnaðarbankinn Rabobank, norræni Nordea bankinn og norski DNB bankinn og að lánið er til fimm ára með 25 ára afborgunarferli. „Í lánaskilmálum eru hvatar til aukinnar sjálfbærni þar sem skilgreindir eru árangursvísar á sviði umhverfis- og samfélagsmála og í samræmi við stefnu og markmið Brims, en félagið hefur birt slíkar upplýsingar samkvæmt GRI staðlinum frá 2017. Árangursvísarnir taka m.a. til losunar gróðurhúsalofttegunda tengt veiðum og er Brim frumkvöðull í slíkri upplýsingagjöf á heimsvísu. Rabobanki er umsjónaraðili sjálfbærniþátta lánsins. Lánakjörin eru góð og staðfesta fjárhagslegan styrk Brims, ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár og góða rekstrarsögu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingu Jónu Friðgeirsdóttur, fjármálastjóra Brims hf, að þau hjá Brimi séu ánægð með nýja sambankalánið sem sé að þeirra mati á góðum kjörum. „Lánveitendurnir eru viðurkenndar alþjóðlegar fjármálastofnanir með mikla reynslu af viðskiptum við evrópska matvælaframleiðendur. Lánið staðfestir tiltrú alþjóðafjármálamarkaðarins á fjárhagsstyrk Brims, sjálfbærum veiðum og vinnslu okkar á hágæða sjávarafurðum. Við erum sérstaklega ánægð með hvatana til aukinnar sjálfbærni sem felast í lánaskilmálunum en þeir styðja við markmið okkar um aukna verðmætasköpun, lækkun kolefnisspors og aukið öryggi í framleiðslu og dreifingu afurða félagsins um allan heim.“ Endurskipuleggja fjárhaginn Sömuleiðis er í tilkynningunni haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að hann sé mjög sáttur því lánaskilmálar undirstriki traustan efnahag Brims og góðan rekstur. „Þessi 33 milljarða fjármögnun gerir okkur kleift að endurskipuleggja fjárhaginn og undirbúa tæknivædda framtíð. Við getum nýtt aukinn fjárhagsstyrk til að hraða okkar stefnumálum sem eru að bæta nýtingu veiðiheimilda, auka sjálfbærni, efla markaðs- og sölustarf og auka verðmætasköpun og arðsemi.“ Brim Sjávarútvegur Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lánveitendur séu þrír alþjóðabankar; alþjóðlegi matvæla- og landbúnaðarbankinn Rabobank, norræni Nordea bankinn og norski DNB bankinn og að lánið er til fimm ára með 25 ára afborgunarferli. „Í lánaskilmálum eru hvatar til aukinnar sjálfbærni þar sem skilgreindir eru árangursvísar á sviði umhverfis- og samfélagsmála og í samræmi við stefnu og markmið Brims, en félagið hefur birt slíkar upplýsingar samkvæmt GRI staðlinum frá 2017. Árangursvísarnir taka m.a. til losunar gróðurhúsalofttegunda tengt veiðum og er Brim frumkvöðull í slíkri upplýsingagjöf á heimsvísu. Rabobanki er umsjónaraðili sjálfbærniþátta lánsins. Lánakjörin eru góð og staðfesta fjárhagslegan styrk Brims, ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár og góða rekstrarsögu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingu Jónu Friðgeirsdóttur, fjármálastjóra Brims hf, að þau hjá Brimi séu ánægð með nýja sambankalánið sem sé að þeirra mati á góðum kjörum. „Lánveitendurnir eru viðurkenndar alþjóðlegar fjármálastofnanir með mikla reynslu af viðskiptum við evrópska matvælaframleiðendur. Lánið staðfestir tiltrú alþjóðafjármálamarkaðarins á fjárhagsstyrk Brims, sjálfbærum veiðum og vinnslu okkar á hágæða sjávarafurðum. Við erum sérstaklega ánægð með hvatana til aukinnar sjálfbærni sem felast í lánaskilmálunum en þeir styðja við markmið okkar um aukna verðmætasköpun, lækkun kolefnisspors og aukið öryggi í framleiðslu og dreifingu afurða félagsins um allan heim.“ Endurskipuleggja fjárhaginn Sömuleiðis er í tilkynningunni haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að hann sé mjög sáttur því lánaskilmálar undirstriki traustan efnahag Brims og góðan rekstur. „Þessi 33 milljarða fjármögnun gerir okkur kleift að endurskipuleggja fjárhaginn og undirbúa tæknivædda framtíð. Við getum nýtt aukinn fjárhagsstyrk til að hraða okkar stefnumálum sem eru að bæta nýtingu veiðiheimilda, auka sjálfbærni, efla markaðs- og sölustarf og auka verðmætasköpun og arðsemi.“
Brim Sjávarútvegur Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira