Mikið betra en á Tene Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 15. júní 2023 21:07 Rætt var við fólk á öllum aldri fyrir austan í kvöldfréttum sem öll áttu sameiginlegt að njóta veðurblíðunnar í botn. stöð 2/skjáskot Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. Það virðast hins vegar vera dökkar hliðar á öllum hitanum. Skógrækt ríkisins óttast að gróðureldar geti brotist út á Austurlandi vegna mikilla þurrka að undanförnu. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður var í beinni fyrir austan í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún ræddi við bæði erlenda og innlenda ferðamenn og Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóra: „Við Sigurjón tökumaður tókum flugið hingað austur í morgun og þegar maður labbaði út úr flugstöðinni mætti manni svona rakt og heitt útlandaloft. Eins og það sem mætir manni á Tenerife,“ sagði Elísabet alsæl með að vera mætt austur. Fer suður til að kæla sig niður Ótrúlegt er hversu mikil áhrif veðrið hefur á fólk, segir Elísabet sem fór á stúfana og ræddi við fólk sem baðaði sig í sólinni. Neleka og Erik, frá Hollandi.skjáskot „Þetta var á óskalistanum. Náttúran er dásamleg,“ sagði Neleka Jonson frá Hollandi, spurð hvers vegna hún sé mætt hingað til lands. „Við giftumst fyrir fimmtíu árum en áttum þá ekki pening fyrir brúðkaupsferð þannig þetta er okkar síðari brúðkaupsferð,“ sagði Erik maður hennar sem er feginn að komast í íslensku náttúruna og þurfa ekki að horfa á hana á YouTube. „Við höfum fíflast með það þegar hitabylgjan var hérna 2021 í sextíu daga, að þá fara menn suður til að kæla sig niður. Það er einmitt það sem ég ætla næstu helgi, ég ætla að kæla mig niður,“ segir Lilja Björnsdóttir, íbúi á Egilsstöðum. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði eru komnir austur í frí, vel búnir. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði.skjáskot Er þetta svipað og Tene? „Þetta er bara betra, mikið betra. Mikið styttra ferðalag,“ sögðu þeir félagar sem böðuð sig í sólinni. Hefur ekki þungar áhyggjur Eins og áður sagði er þurr jarðvegur og bendir slökkvilið á Ausfjörðum á að fara varlega með eld og grill. „Við búum í miklu kjarrlandi og skógum hér þannig það er mikilvægt að þeir sem heimsækja okkur fari varlega með eld, eins og annars staðar auðvitað,“ sagði Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri brunavarna Austur-Húnavatnssýslu. Það er von á rigningu í næstu viku, dugar það til? „Ekki miðað við spánna sem ég sá í dag, einhverjir fimm millimetrar, það er ekki að fara að bleyta mikið í þessu,“ sagði Ingvar sem hefur þó ekki þungar áhyggjur af stöðunni enn. Gróðureldar Ástin og lífið Múlaþing Veður Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Það virðast hins vegar vera dökkar hliðar á öllum hitanum. Skógrækt ríkisins óttast að gróðureldar geti brotist út á Austurlandi vegna mikilla þurrka að undanförnu. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður var í beinni fyrir austan í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún ræddi við bæði erlenda og innlenda ferðamenn og Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóra: „Við Sigurjón tökumaður tókum flugið hingað austur í morgun og þegar maður labbaði út úr flugstöðinni mætti manni svona rakt og heitt útlandaloft. Eins og það sem mætir manni á Tenerife,“ sagði Elísabet alsæl með að vera mætt austur. Fer suður til að kæla sig niður Ótrúlegt er hversu mikil áhrif veðrið hefur á fólk, segir Elísabet sem fór á stúfana og ræddi við fólk sem baðaði sig í sólinni. Neleka og Erik, frá Hollandi.skjáskot „Þetta var á óskalistanum. Náttúran er dásamleg,“ sagði Neleka Jonson frá Hollandi, spurð hvers vegna hún sé mætt hingað til lands. „Við giftumst fyrir fimmtíu árum en áttum þá ekki pening fyrir brúðkaupsferð þannig þetta er okkar síðari brúðkaupsferð,“ sagði Erik maður hennar sem er feginn að komast í íslensku náttúruna og þurfa ekki að horfa á hana á YouTube. „Við höfum fíflast með það þegar hitabylgjan var hérna 2021 í sextíu daga, að þá fara menn suður til að kæla sig niður. Það er einmitt það sem ég ætla næstu helgi, ég ætla að kæla mig niður,“ segir Lilja Björnsdóttir, íbúi á Egilsstöðum. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði eru komnir austur í frí, vel búnir. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði.skjáskot Er þetta svipað og Tene? „Þetta er bara betra, mikið betra. Mikið styttra ferðalag,“ sögðu þeir félagar sem böðuð sig í sólinni. Hefur ekki þungar áhyggjur Eins og áður sagði er þurr jarðvegur og bendir slökkvilið á Ausfjörðum á að fara varlega með eld og grill. „Við búum í miklu kjarrlandi og skógum hér þannig það er mikilvægt að þeir sem heimsækja okkur fari varlega með eld, eins og annars staðar auðvitað,“ sagði Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri brunavarna Austur-Húnavatnssýslu. Það er von á rigningu í næstu viku, dugar það til? „Ekki miðað við spánna sem ég sá í dag, einhverjir fimm millimetrar, það er ekki að fara að bleyta mikið í þessu,“ sagði Ingvar sem hefur þó ekki þungar áhyggjur af stöðunni enn.
Gróðureldar Ástin og lífið Múlaþing Veður Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira