Fyrr í mánuðinum tryggði Kadetten Schaffhausen sér sinn þrettánda meistaratitil þegar liðið lagði Kriens í úrslitaeinvíginu. Óðinn Þór er á sínu fyrsta tímabili með liðinu en Aðalsteinn hefur stýrt því síðan 2020. Hann færir sig þó um set í sumar og tekur við Minden í Þýskalandi.
Á fimmtudagskvöld fór verðlaunahátíð deildarinnar fram. Þjálfarar, aðstoðarþjálfarar, fyrirliðar, valdir blaðamenn sem og áhorfendur fengu að velja þá sem þeir þóttu skara fram úr á leiktíðinni.
Þar átti Ísland tvo fulltrúa. Aðalsteinn var valinn þjálfari ársins á meðan og Óðinn Þór var valinn bestur að mati áhorfenda. Hann var einnig tilnefndur sem verðmætasti leikmaður deildarinnar.