Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 10:51 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. Miklar umbyltingar hafa verið á áfengismarkaði síðustu daga eftir að Costco tilkynnti að verslunin hefði opnað netverslun fyrir áfengi. Það fyrirkomulag er ekki nýtt en í fyrsta sinn er stór verslunarkeðja að bjóða upp á það. Í kjölfar tilkynningar Costco hafa bæði framkvæmdastjórar Hagkaups og Samkaups rætt í fjölmiðlum að þeirra verslanir muni að öllum líkindum einnig hefja sölu áfengis í netverslunum á næstunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að félagið hafi ekki fengið það staðfest að heimilt sé fyrir innlend fyrirtæki að reka netverslun með áfengi. „Það er alveg klárt að fólk má panta sér áfengi frá fyrirtækjum í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og fá það sent heim til sín. Það er eitthvað galið út frá bara skynsemi eins og jafnræðissjónarmiðum ef fólk má ekki versla við innlenda aðila með sama hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að ekki dugi að laga einn og einn hluta áfengislöggjafarinnar heldur þurfi að endurskoða hana í heild sinni. „Við höfum leyft okkur að spyrja, ætlar Alþingi að halda áfram að loka augunum fyrir þróuninni og hún verður bara einhvern veginn eða vill Alþingi taka löggjöfina til heildar endurskoðunar og reyna að hafa einhver áhrif á þróunina? Setja einhvern skynsamlegan ramma?“ segir Ólafur. „Alþingi getur ekki stungið höfðinu í sandinn og látið eins og það sé ekkert að gerast á þessum markaði.“ Hann segir að haldi þróunin áfram óáreitt séu rekstarforsendur ÁTVR brostnar. Þá séu boð og bönn ekki líkleg til vinsælda. „Við horfum bara á tímann frá því ég var unglingur, Þá hefur áfengisneysla á mann á íslandi stóraukist. Á sama tíma hefur unglingadrykkja minnkað. Við eigum að einbeita okkur að því að takmarka misnotkun á áfengi en ekki takmarka notkunina eins og virðist hafa verið markmiðið,“ segir Ólafur. Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Miklar umbyltingar hafa verið á áfengismarkaði síðustu daga eftir að Costco tilkynnti að verslunin hefði opnað netverslun fyrir áfengi. Það fyrirkomulag er ekki nýtt en í fyrsta sinn er stór verslunarkeðja að bjóða upp á það. Í kjölfar tilkynningar Costco hafa bæði framkvæmdastjórar Hagkaups og Samkaups rætt í fjölmiðlum að þeirra verslanir muni að öllum líkindum einnig hefja sölu áfengis í netverslunum á næstunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að félagið hafi ekki fengið það staðfest að heimilt sé fyrir innlend fyrirtæki að reka netverslun með áfengi. „Það er alveg klárt að fólk má panta sér áfengi frá fyrirtækjum í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og fá það sent heim til sín. Það er eitthvað galið út frá bara skynsemi eins og jafnræðissjónarmiðum ef fólk má ekki versla við innlenda aðila með sama hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að ekki dugi að laga einn og einn hluta áfengislöggjafarinnar heldur þurfi að endurskoða hana í heild sinni. „Við höfum leyft okkur að spyrja, ætlar Alþingi að halda áfram að loka augunum fyrir þróuninni og hún verður bara einhvern veginn eða vill Alþingi taka löggjöfina til heildar endurskoðunar og reyna að hafa einhver áhrif á þróunina? Setja einhvern skynsamlegan ramma?“ segir Ólafur. „Alþingi getur ekki stungið höfðinu í sandinn og látið eins og það sé ekkert að gerast á þessum markaði.“ Hann segir að haldi þróunin áfram óáreitt séu rekstarforsendur ÁTVR brostnar. Þá séu boð og bönn ekki líkleg til vinsælda. „Við horfum bara á tímann frá því ég var unglingur, Þá hefur áfengisneysla á mann á íslandi stóraukist. Á sama tíma hefur unglingadrykkja minnkað. Við eigum að einbeita okkur að því að takmarka misnotkun á áfengi en ekki takmarka notkunina eins og virðist hafa verið markmiðið,“ segir Ólafur.
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira