Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 10:51 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. Miklar umbyltingar hafa verið á áfengismarkaði síðustu daga eftir að Costco tilkynnti að verslunin hefði opnað netverslun fyrir áfengi. Það fyrirkomulag er ekki nýtt en í fyrsta sinn er stór verslunarkeðja að bjóða upp á það. Í kjölfar tilkynningar Costco hafa bæði framkvæmdastjórar Hagkaups og Samkaups rætt í fjölmiðlum að þeirra verslanir muni að öllum líkindum einnig hefja sölu áfengis í netverslunum á næstunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að félagið hafi ekki fengið það staðfest að heimilt sé fyrir innlend fyrirtæki að reka netverslun með áfengi. „Það er alveg klárt að fólk má panta sér áfengi frá fyrirtækjum í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og fá það sent heim til sín. Það er eitthvað galið út frá bara skynsemi eins og jafnræðissjónarmiðum ef fólk má ekki versla við innlenda aðila með sama hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að ekki dugi að laga einn og einn hluta áfengislöggjafarinnar heldur þurfi að endurskoða hana í heild sinni. „Við höfum leyft okkur að spyrja, ætlar Alþingi að halda áfram að loka augunum fyrir þróuninni og hún verður bara einhvern veginn eða vill Alþingi taka löggjöfina til heildar endurskoðunar og reyna að hafa einhver áhrif á þróunina? Setja einhvern skynsamlegan ramma?“ segir Ólafur. „Alþingi getur ekki stungið höfðinu í sandinn og látið eins og það sé ekkert að gerast á þessum markaði.“ Hann segir að haldi þróunin áfram óáreitt séu rekstarforsendur ÁTVR brostnar. Þá séu boð og bönn ekki líkleg til vinsælda. „Við horfum bara á tímann frá því ég var unglingur, Þá hefur áfengisneysla á mann á íslandi stóraukist. Á sama tíma hefur unglingadrykkja minnkað. Við eigum að einbeita okkur að því að takmarka misnotkun á áfengi en ekki takmarka notkunina eins og virðist hafa verið markmiðið,“ segir Ólafur. Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Miklar umbyltingar hafa verið á áfengismarkaði síðustu daga eftir að Costco tilkynnti að verslunin hefði opnað netverslun fyrir áfengi. Það fyrirkomulag er ekki nýtt en í fyrsta sinn er stór verslunarkeðja að bjóða upp á það. Í kjölfar tilkynningar Costco hafa bæði framkvæmdastjórar Hagkaups og Samkaups rætt í fjölmiðlum að þeirra verslanir muni að öllum líkindum einnig hefja sölu áfengis í netverslunum á næstunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að félagið hafi ekki fengið það staðfest að heimilt sé fyrir innlend fyrirtæki að reka netverslun með áfengi. „Það er alveg klárt að fólk má panta sér áfengi frá fyrirtækjum í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og fá það sent heim til sín. Það er eitthvað galið út frá bara skynsemi eins og jafnræðissjónarmiðum ef fólk má ekki versla við innlenda aðila með sama hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að ekki dugi að laga einn og einn hluta áfengislöggjafarinnar heldur þurfi að endurskoða hana í heild sinni. „Við höfum leyft okkur að spyrja, ætlar Alþingi að halda áfram að loka augunum fyrir þróuninni og hún verður bara einhvern veginn eða vill Alþingi taka löggjöfina til heildar endurskoðunar og reyna að hafa einhver áhrif á þróunina? Setja einhvern skynsamlegan ramma?“ segir Ólafur. „Alþingi getur ekki stungið höfðinu í sandinn og látið eins og það sé ekkert að gerast á þessum markaði.“ Hann segir að haldi þróunin áfram óáreitt séu rekstarforsendur ÁTVR brostnar. Þá séu boð og bönn ekki líkleg til vinsælda. „Við horfum bara á tímann frá því ég var unglingur, Þá hefur áfengisneysla á mann á íslandi stóraukist. Á sama tíma hefur unglingadrykkja minnkað. Við eigum að einbeita okkur að því að takmarka misnotkun á áfengi en ekki takmarka notkunina eins og virðist hafa verið markmiðið,“ segir Ólafur.
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira