Enski boltinn

Aðstoðarmaður Guardiola tekur við Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enzo Maresca með hinum djammóða Jack Grealish.
Enzo Maresca með hinum djammóða Jack Grealish. getty/Tom Flathers

Leicester City hefur fundið nýjan knattspyrnustjóra. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Nýi stjórinn heitir Enzo Maresca. Hann var aðstoðarmaður Peps Guardiola hjá Manchester City. Liðið vann sem kunnugt er þrennuna á síðasta tímabili.

Maresca hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá Ascoli, Sevilla og West Ham United og aðalþjálfari til skamms tíma hjá Parma 2021. Liðið vann aðeins fjóra af fjórtán leikjum undir hans stjórn.

Brendan Rodgers var rekinn frá Leicester í apríl og Dean Smith kláraði tímabilið. Honum mistókst að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Maresca átti flottan feril sem leikmaður og lék meðal annars með Juventus og Sevilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×