Innlent

Hættir vegna breytinga og fær laun í heilt ár

Árni Sæberg skrifar
Ólafur Kjartansson hefur helgað síðustu tvo áratugi endurvinnslu.
Ólafur Kjartansson hefur helgað síðustu tvo áratugi endurvinnslu. Úrvinnslusjóður/Vísir/Vilhelm

Ólafur Kjartansson, fráfarandi framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, fær greidd laun í tólf mánuði eftir starfslok. Starfslok hans eru ekki sögð tengjast umfjöllun um skakkaföll í endurvinnslu drykkjarferna.

Þetta herma heimildir Ríkiútvarpsins. Í frétt Rúv er haft eftir Magnúsi Jóhannessyni, stjórnarformanni Úrvinnslusjóðs, að sátt hafi verið um starfslok Ólafs og að þau tengist ekki umfjöllun um það að drykkjarfernur hafi ekki verið endurunnar heldur brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu.

Hann segir að starfslok Ólafs séu tilkomin vegna nýrra laga um að starfsemi Úrvinnslusjóðs taki mið af hringrásarhagkerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×