Fram kemur á twitter-síðu Meistaradeildarinnar að skilaboðin í fyrstu orðum Gísla Þorgeirs eftir að hann varð fyrir meiðslunum hafi verið einföld og skýr: „Vinnið þetta fyrir mig“
They did it, Gisli. #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/RMgHTdB2YG
— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023
Liðsfélagar Gísla Þorgeirs hlýddu honum en þeir komust áfram í úrslitaleikinn eftir maraþonleik og mikla spennu og dramatík í vítakastkeppni.
Magdeburg mun mæta pólska liðinu Kielce í úrslitaleiknum í Lanxess Arena í Köln í dag en Kielce vann PSG í hinum undanúrslitaleiknum.