Musche er Magdeburgarmaður í húð og hár en þessi þrítugi þýski landsliðsmaður ólst upp hjá félaginu og hefur leikið allan sinn feril með liðinu fyrir utan lánstíma hjá SV Post Schwerin tímabilið 2012 til 2013.
Hér að neðan má sjá skemmtilega mynd af Mucshe þar sem hann fagnar titlinum árið 2002 á Ráðhústorginu en á myndinni með honum er Ólafur Indriði Stefánsson sem var lykilleikmaður Magdeburgarliðsins þessa leiktíðina.
As time goes by ... Matthias Musche @SCMagdeburg als Kind auf dem Rathausbalkon bei den CL-Feierlichkeiten 2002 und heute im Finale. pic.twitter.com/NsqlxiXlF8
— SPORT & POLITICS (@JensWeinreich) June 18, 2023

Nú er Musche á hinum endanum þar sem hann mun einhvern tímann í næstu viku að öllum líkindum verða hylltur í miðbæ Magdeburgar ásamt liðsfélögum sínum.