Fótbolti

Breytingar í farvatninu hjá Man.City

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kyle Walker gæti verið á förum frá Manchester City. 
Kyle Walker gæti verið á förum frá Manchester City.  Vísir/Getty

Þrír leikmenn hafa undanfarna daga verið orðaðir við brottför frá karlaliði Manchester City í fótbolta.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ilkay Gündogan og Bernardo Silva hjá félaginu síðustu vikurnar og Sky Sports greinir svo frá því að forráðamenn Bayern München hafi setti sig í samband við kollega sína hjá Manhester City með það fyrir augum að festa kaup á enska landsliðsvarnarmanninum Kyle Walker.

Walker, sem er 33 ára gamall, á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Manchester City. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði í apríl síðastliðnum að Walker passaði ekki inni í það leikkerfi sem liðið spilaði á seinni hluta síðasta keppnistímabils en Manuel Akanji og John Stones vornu komnir framar en Walker í goggunarröðinni í varnarlínunni.

Manchester City hefur á hinn bóginn verið orðað við króatíska miðvallarleikmanninn Matteo Kovacic sem er talinn vera á förum frá Chelsea, Declan Rice sem yfirgefur nokkuð örugglega herbúðir West Ham United í sumar og Joshua Kimmich, fyrirliða Bayern München. Forráðamenn Bæjara eru hins vegar ekki hrifnir af hugmyndinni að missa lykilleikmann sinn.

Kimmich Kovacic Rice




Fleiri fréttir

Sjá meira


×