„Nú er ég bara dottinn í það“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2023 22:41 Brynjar Níelsson veit ekki hvað tekur við nú þegar hann þarf að hverfa frá störfum í dómsmálaráðuneyti. Hann er samt sem áður léttur í lund. vísir/vilhelm „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. „Ég er bara kominn í algjört frí, búið að reka mig og allt,“ segir Brynjar eftir að hafa tekið átján holur á Hamarsvelli rétt utan við Borgarnes í góðra vina hópi í kvöld. „Mín staða fellur bara sjálfkrafa niður við það að Jón fari. Maður þarf því að fara að finna sér eitthvað að gera.“ Og hvað á að gera? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég ætla bara að njóta lífsins í rólegheitum í sumar, ef það kemur einhvern tímann sumar. Það er ekki víst.“ Tilkynnt var um ráðherraskiptin í Valhöll í dag. Jón Gunnarsson segist þakklátur fyrir sinn tíma í ráðuneytinu en hefur oft talað um að slæmt sé að hætta „í miðri á,“ eins og hann hefur orðað það. „Það er ekkert gaman að fara úr hálfkláruðu verki en menn bara lifa með því, pólitíkin er bara svona. Það eru engin leiðindi í okkur,“ segir Brynjar sem telur góðan árangur hafa náðst á þeim átján mánuðum sem Jón var dómsmálaráðherra. „Auðvitað var engin hrifning hjá pólitískum andstæðingum með okkur. Enda vorum við ekki til að gleðja þá,“ heldur Brynjar áfram. „Það hefur verið mjög góður andi, gott samstarf við starfsfólkið, allir um borð. Ótrúlega skemmtilegur tími þar sem allir voru saman og tilbúnir að vinna verkin. Menn unnu bara ótrúlega vel og hratt, sem maður átti ekki endilega von á miðað við tímann. Venjulega koma menn engu í verk á átján mánuðum en við fórum á fleygiferð strax og náðum alveg ótrúlegum árangri að mínu mati. En svo geta menn deilt um það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tímamót Tengdar fréttir Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
„Ég er bara kominn í algjört frí, búið að reka mig og allt,“ segir Brynjar eftir að hafa tekið átján holur á Hamarsvelli rétt utan við Borgarnes í góðra vina hópi í kvöld. „Mín staða fellur bara sjálfkrafa niður við það að Jón fari. Maður þarf því að fara að finna sér eitthvað að gera.“ Og hvað á að gera? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég ætla bara að njóta lífsins í rólegheitum í sumar, ef það kemur einhvern tímann sumar. Það er ekki víst.“ Tilkynnt var um ráðherraskiptin í Valhöll í dag. Jón Gunnarsson segist þakklátur fyrir sinn tíma í ráðuneytinu en hefur oft talað um að slæmt sé að hætta „í miðri á,“ eins og hann hefur orðað það. „Það er ekkert gaman að fara úr hálfkláruðu verki en menn bara lifa með því, pólitíkin er bara svona. Það eru engin leiðindi í okkur,“ segir Brynjar sem telur góðan árangur hafa náðst á þeim átján mánuðum sem Jón var dómsmálaráðherra. „Auðvitað var engin hrifning hjá pólitískum andstæðingum með okkur. Enda vorum við ekki til að gleðja þá,“ heldur Brynjar áfram. „Það hefur verið mjög góður andi, gott samstarf við starfsfólkið, allir um borð. Ótrúlega skemmtilegur tími þar sem allir voru saman og tilbúnir að vinna verkin. Menn unnu bara ótrúlega vel og hratt, sem maður átti ekki endilega von á miðað við tímann. Venjulega koma menn engu í verk á átján mánuðum en við fórum á fleygiferð strax og náðum alveg ótrúlegum árangri að mínu mati. En svo geta menn deilt um það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tímamót Tengdar fréttir Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49