Fyrrverandi leikmaður Stoke og Newcastle til Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 14:31 Joselu [til hægri] skoraði 7 mörk í 52 leikjum fyrir Newcastle. Hann er í dag leikmaður Real Madríd. Vísir/Getty Images José Luis Mato Sanmartín, betur þekktur sem Joselu, er genginn í raðir Real Madríd á láni frá Espanyol. Framherjinn hefur komið víða við á ferli sínum og spilaði meðal annars með Stoke City og Newcastle United á Englandi. Segja má að ferill Joselu hafi farið á flug með B-liði Real Madríd á árunum 2009 til 2012. Þá lék hann einn deildarleik, og skoraði eitt mark, fyrir aðallið Real tímabilið 2011 til 2012. ¿Debutar marcando? ¡Déjamelo a mí! 21/05/2011#JoseluIsBack | @JoseluMato9 pic.twitter.com/3YjUCZlP5x— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Síðan þá hefur hann spilað með Hoffenheim, Eintracht Frankfurt og Hoffenheim í Þýskalandi, Stoke og Newcastle í Englandi ásamt Deportivo, Alavés og Espanyol á Spáni. Síðastnefnda liðið féll úr La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, á síðustu leiktíð og því fékk Joselu leyfi til að fara á láni. Real var í leit að framherja eftir að Karim Benzema hélt á vit ævintýranna, og peninganna, í Sádi-Arabíu. Hinn 33 ára gamli Joselu er ef til vill ekki sá framherji sem fjölmiðlar giskuðu á að myndi fylla skarð Benzema en hann er mættur til Madrídar og mun eins og staðan er í dag leiða framlínu félagsins á næstu leiktíð. Rivales Compañeros #JoseluIsBack pic.twitter.com/tT6MX1Pxtj— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Joselu á að baki 4 A-landsleiki fyrir Spán og hefur skorað 3 mörk. Tveir af þessum leikjum komu nú á síðustu dögum þegar Spánn sigraði Þjóðadeild UEFA. Sama er að segja um eitt af mörkunum en Joselu skoraði sigurmarkið gegn Ítalíu í undanúrslitum. Lánssamningur Joselu gildir út næstu leiktíð og Real er ekki skuldbundið til að kaupa leikmanninn að honum loknum. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28 Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum Sjá meira
Segja má að ferill Joselu hafi farið á flug með B-liði Real Madríd á árunum 2009 til 2012. Þá lék hann einn deildarleik, og skoraði eitt mark, fyrir aðallið Real tímabilið 2011 til 2012. ¿Debutar marcando? ¡Déjamelo a mí! 21/05/2011#JoseluIsBack | @JoseluMato9 pic.twitter.com/3YjUCZlP5x— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Síðan þá hefur hann spilað með Hoffenheim, Eintracht Frankfurt og Hoffenheim í Þýskalandi, Stoke og Newcastle í Englandi ásamt Deportivo, Alavés og Espanyol á Spáni. Síðastnefnda liðið féll úr La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, á síðustu leiktíð og því fékk Joselu leyfi til að fara á láni. Real var í leit að framherja eftir að Karim Benzema hélt á vit ævintýranna, og peninganna, í Sádi-Arabíu. Hinn 33 ára gamli Joselu er ef til vill ekki sá framherji sem fjölmiðlar giskuðu á að myndi fylla skarð Benzema en hann er mættur til Madrídar og mun eins og staðan er í dag leiða framlínu félagsins á næstu leiktíð. Rivales Compañeros #JoseluIsBack pic.twitter.com/tT6MX1Pxtj— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Joselu á að baki 4 A-landsleiki fyrir Spán og hefur skorað 3 mörk. Tveir af þessum leikjum komu nú á síðustu dögum þegar Spánn sigraði Þjóðadeild UEFA. Sama er að segja um eitt af mörkunum en Joselu skoraði sigurmarkið gegn Ítalíu í undanúrslitum. Lánssamningur Joselu gildir út næstu leiktíð og Real er ekki skuldbundið til að kaupa leikmanninn að honum loknum.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28 Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum Sjá meira
Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28
Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00