Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2023 11:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir að fækka verði hælisleitendum í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. Miklar umræður hafa skapast um útlendingamálin í Reykjanesbæ undanfarið, sér í lagi vegna ummæla fyrrverandi dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að Ísland sé í „stórkostlegum vandræðum“ í málaflokknum. Fyrir viku lét hann þessi ummæli falla í viðtali á Bylgjunni og sagði það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, tók undir þetta í viðtali í síðustu viku en í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl segir að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda, sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra svaraði fyrrnefndum orðrómi í Bítínu í morgun. Hræðsla við hið óþekkta „Vinnumálastofnun og ríkiseignir eru þeir aðilar sem finna húsnæði fyrir fólk sem er að leita hér að vernd. Ég hef alltaf rætt við Vinnumálastofnun þegar þessar ásakanir koma fram, um að þau séu að yfirbjóða eða að það sé verið að senda fólk á götuna. Þetta er það sem maður heyrir og ég heyri jafn vel og annað fólk í samfélaginu. Ekkert af þessu á við rök að styðjast,“ segir Guðmundur Ingi og heldur áfram: „Vinnumálastofnun er ekki að yfirbjóða fólk sem hefur farið út húsnæði sem Vinnumálastofnun hefur tekið á leigu og farið í annað húsnæði á sama verði. Mér finnst við verða að tala svolítið varlega og halda okkur við staðreyndir.“ Önnur saga sem flogið hefur, bæði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, segir að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. Margrét bæjarfulltrúi sagði dæmi til um það en hafði ekki sjálf orðið vitni að áteiti. Sögunni fylgdi að verslunareigendur margir fengið sér svokallaðan öryggishnapp, af hræðslu við hælisleitendur. „Svo var þetta skoðað og það var enginn með öryggishnapp,“ segir Guðmundur Ingi. Viltu meina að þetta séu bara kjaftasögur? „Ég ætla ekki að dæma um það. Ég held að þetta stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna, vegna þess að við kannski þekkjum það ekki nógu vel,“ svarar Guðmundur Ingi og tekur dæmi til skýringar. „Fyrir kannski tuttugu, þrjátíu árum vorum við hrædd við homma og þá voru gróusögur um það að þeir væru að leita á börn. Ég fæ á tilfinninguna að vegna hræðslu við hið óþekkta séum við að gera þetta að einhverju vandamáli sem það ekki er. En ég vil bekina það að það er hræðsla í samfélaginu og í Reykjanesbæ er stór hluti innflytjendur, og ekki bara flóttafólk,“ segir Guðmundur Ingi. Verður að fækka flóttafólki í Reykjanesbæ Um 15 þúsund manns hafi komið hingað til lands á síðasta ári, þar af hafi flóttamenn verið um 3500. Aðrir séu innflytjendur af EES-svæðinu. „Þetta fólk heldur uppi hagvexti í landinu. Stórt hlutfall flóttafólks hér fer í vinnu, oft eftir að það er búið að aðlagast. Það má líka tala um það að taka á móti flóttafólki, eins vel og við getum, er líka fjárfesting.“ Hann segist ekki vita af áreiti en segir hlutverk sitt vera að gera góða umgjörð svo hægt sé að taka vel á móti fólki og að það aðlagist að samfélaginu. „Þess vegna erum við að vinna að aðgerðaráætlun með Reykjanesbæ. Hún snýst um að við þurfum núna að fækka hælisleitendum í Reykjanesbæ, vegna þess að þeir eru hlutfallslega fleiri þar en annars staðar. Hitt er að fólk hafi meira að gera, hafi eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur Ingi. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Miklar umræður hafa skapast um útlendingamálin í Reykjanesbæ undanfarið, sér í lagi vegna ummæla fyrrverandi dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að Ísland sé í „stórkostlegum vandræðum“ í málaflokknum. Fyrir viku lét hann þessi ummæli falla í viðtali á Bylgjunni og sagði það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, tók undir þetta í viðtali í síðustu viku en í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl segir að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda, sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra svaraði fyrrnefndum orðrómi í Bítínu í morgun. Hræðsla við hið óþekkta „Vinnumálastofnun og ríkiseignir eru þeir aðilar sem finna húsnæði fyrir fólk sem er að leita hér að vernd. Ég hef alltaf rætt við Vinnumálastofnun þegar þessar ásakanir koma fram, um að þau séu að yfirbjóða eða að það sé verið að senda fólk á götuna. Þetta er það sem maður heyrir og ég heyri jafn vel og annað fólk í samfélaginu. Ekkert af þessu á við rök að styðjast,“ segir Guðmundur Ingi og heldur áfram: „Vinnumálastofnun er ekki að yfirbjóða fólk sem hefur farið út húsnæði sem Vinnumálastofnun hefur tekið á leigu og farið í annað húsnæði á sama verði. Mér finnst við verða að tala svolítið varlega og halda okkur við staðreyndir.“ Önnur saga sem flogið hefur, bæði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, segir að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. Margrét bæjarfulltrúi sagði dæmi til um það en hafði ekki sjálf orðið vitni að áteiti. Sögunni fylgdi að verslunareigendur margir fengið sér svokallaðan öryggishnapp, af hræðslu við hælisleitendur. „Svo var þetta skoðað og það var enginn með öryggishnapp,“ segir Guðmundur Ingi. Viltu meina að þetta séu bara kjaftasögur? „Ég ætla ekki að dæma um það. Ég held að þetta stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna, vegna þess að við kannski þekkjum það ekki nógu vel,“ svarar Guðmundur Ingi og tekur dæmi til skýringar. „Fyrir kannski tuttugu, þrjátíu árum vorum við hrædd við homma og þá voru gróusögur um það að þeir væru að leita á börn. Ég fæ á tilfinninguna að vegna hræðslu við hið óþekkta séum við að gera þetta að einhverju vandamáli sem það ekki er. En ég vil bekina það að það er hræðsla í samfélaginu og í Reykjanesbæ er stór hluti innflytjendur, og ekki bara flóttafólk,“ segir Guðmundur Ingi. Verður að fækka flóttafólki í Reykjanesbæ Um 15 þúsund manns hafi komið hingað til lands á síðasta ári, þar af hafi flóttamenn verið um 3500. Aðrir séu innflytjendur af EES-svæðinu. „Þetta fólk heldur uppi hagvexti í landinu. Stórt hlutfall flóttafólks hér fer í vinnu, oft eftir að það er búið að aðlagast. Það má líka tala um það að taka á móti flóttafólki, eins vel og við getum, er líka fjárfesting.“ Hann segist ekki vita af áreiti en segir hlutverk sitt vera að gera góða umgjörð svo hægt sé að taka vel á móti fólki og að það aðlagist að samfélaginu. „Þess vegna erum við að vinna að aðgerðaráætlun með Reykjanesbæ. Hún snýst um að við þurfum núna að fækka hælisleitendum í Reykjanesbæ, vegna þess að þeir eru hlutfallslega fleiri þar en annars staðar. Hitt er að fólk hafi meira að gera, hafi eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur Ingi. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19