Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 08:01 Guðlaugur Victor Pálsson stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu gegn Portúgal og Slóvakíu, og verður væntanlega í lykilhlutverki í haust og í umspilinu í mars ef til þess kemur. Vísir/Hulda Margrét Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er því miður strax komið sjö stigum á eftir Slóvakíu í baráttunni um 2. sæti J-riðils í undankeppni EM, og þar með baráttunni um að fylgja Portúgal upp úr riðlinum. Fjórum umferðum af tíu í undankeppninni er lokið og það þarf hreinlega allt að ganga upp hjá Íslandi í leikjunum sex í haust til að liðið komist upp í 2. sæti. En ef það tekst ekki? Jú, þá fer Ísland næstum því alveg örugglega (ég skil í raun ekki af hverju ég slæ þennan varnagla) í umspilið í lok mars á næsta ári, tæpum þremur mánuðum áður en EM hefst. Tölfræðiveitan Gracenote segir nú 91% líkur á að Íslandi komist ekki beint á EM en fari í umspil. Heimaleikur á Tenerife í mars? Það er nefnilega þannig að UEFA notast við lokastöðu Þjóðadeildar til að raða liðum inn í umspilið. Þið munið eftir Þjóðadeildinni? Þar lenti Ísland í 2. sæti í sínum riðli í B-deild (þar sem vissulega var heppilegt að Rússlandi skyldi sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu), á eftir Ísrael en ofar Albaníu. Í umspilinu er leikið um þrjú síðustu sætin á EM, í þremur aðskildum fjögurra liða umspilum þar sem fram fara undanúrslit og úrslitaleikur. Hærra skráð lið fá heimaleik í undanúrslitum en dregið er um það hvaða lið fá úrslitaleik á heimavelli. Reyndar er erfitt að sjá að Ísland geti spilað á heimavelli í lok mars, vegna vallaraðstæðna, en KSÍ hefur meðal annars horft til Tenerife og Alicante hvað þetta varðar. Inni í umspilinu eins og staðan er í dag Ef einhver er ekki búinn að missa þráðinn núna þá er hér mynd sem sýnir hvernig raðað yrði í umspilið, miðað við núverandi stöðu í undankeppninni. Tuttugu lið (tvö efstu í hverjum riðli) komast sem sagt beint á EM í gegnum undankeppnina, Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi, og þá eru eftir þrjú laus sæti í gegnum þrjú fjögurra liða umspil. Eins og staðan er núna færi Ísland í umspil með Ísrael, Bosníu og Noregi, og þyrfti að spila á útivelli gegn Ísrael í undanúrslitum, sem er ekki ókleifur múr. En þessi tafla hér að ofan er villandi því til að mynda eru Spánn, Króatía, Ítalía og Holland neðarlega í sínum riðlum í undankeppninni vegna þess að þau voru upptekin við að spila í úrslitum Þjóðadeildarinnar núna í júní. Það má alveg reikna með því að þau vinni sig öll upp í haust og fái öruggan farseðil á EM. Í mesta lagi sex efri lið mættu missa af öruggu sæti Ef að færri en fjögur lið úr A-deild komast ekki beint á EM úr undankeppninni þá mun Eistland (sigurvegari D-deildar) fá fyrsta umspilssætið sem losnar og því næst lið úr B-deild eins og þarf. Í sem einföldustu máli má því segja að af þeim 22 liðum sem enduðu fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni þyrftu sjö að klúðra því að komast beint á EM í gegnum undankeppnina, til þess að Ísland kæmist ekki í umspilið ef á þyrfti að halda. Finnst einhverjum það líklegt? Ég ákvað að setja upp líklegri lokastöðu fyrir umspilið, sem sjá má hér að neðan, og þar er Wales eina liðið úr A-deild sem fer í A-deildarumspilið. Lið sem unnu sinn riðil í B-deildinni, en komust ekki beint á EM, fara í B-deildarumspilið en lið eins og Ísland og Noregur myndu geta lent í A- eða B-deildarumspilinu, og yrði dregið um það. Tölfræðiveitan Gracenote er sammála mér og segir að miðað við núverandi stöðu sé líklegast að þessi tólf lið fari í umspil, raðað eftir líkum: Bosnía, Georgía, Ísland, Wales, Kasakstan, Eistland, Grikkland, Lúxemborg, Ísrael, Noregur, Úkraína og Slóvenía. Auðvitað er enn möguleiki á að Ísland nái 2. sæti J-riðils og komist beint á EM. En þá þarf liðið að láta góða frammistöðu eins og gegn Portúgal og Slóvakíu breytast í sigra, strax gegn Lúxemborg og Bosníu í september. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er því miður strax komið sjö stigum á eftir Slóvakíu í baráttunni um 2. sæti J-riðils í undankeppni EM, og þar með baráttunni um að fylgja Portúgal upp úr riðlinum. Fjórum umferðum af tíu í undankeppninni er lokið og það þarf hreinlega allt að ganga upp hjá Íslandi í leikjunum sex í haust til að liðið komist upp í 2. sæti. En ef það tekst ekki? Jú, þá fer Ísland næstum því alveg örugglega (ég skil í raun ekki af hverju ég slæ þennan varnagla) í umspilið í lok mars á næsta ári, tæpum þremur mánuðum áður en EM hefst. Tölfræðiveitan Gracenote segir nú 91% líkur á að Íslandi komist ekki beint á EM en fari í umspil. Heimaleikur á Tenerife í mars? Það er nefnilega þannig að UEFA notast við lokastöðu Þjóðadeildar til að raða liðum inn í umspilið. Þið munið eftir Þjóðadeildinni? Þar lenti Ísland í 2. sæti í sínum riðli í B-deild (þar sem vissulega var heppilegt að Rússlandi skyldi sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu), á eftir Ísrael en ofar Albaníu. Í umspilinu er leikið um þrjú síðustu sætin á EM, í þremur aðskildum fjögurra liða umspilum þar sem fram fara undanúrslit og úrslitaleikur. Hærra skráð lið fá heimaleik í undanúrslitum en dregið er um það hvaða lið fá úrslitaleik á heimavelli. Reyndar er erfitt að sjá að Ísland geti spilað á heimavelli í lok mars, vegna vallaraðstæðna, en KSÍ hefur meðal annars horft til Tenerife og Alicante hvað þetta varðar. Inni í umspilinu eins og staðan er í dag Ef einhver er ekki búinn að missa þráðinn núna þá er hér mynd sem sýnir hvernig raðað yrði í umspilið, miðað við núverandi stöðu í undankeppninni. Tuttugu lið (tvö efstu í hverjum riðli) komast sem sagt beint á EM í gegnum undankeppnina, Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi, og þá eru eftir þrjú laus sæti í gegnum þrjú fjögurra liða umspil. Eins og staðan er núna færi Ísland í umspil með Ísrael, Bosníu og Noregi, og þyrfti að spila á útivelli gegn Ísrael í undanúrslitum, sem er ekki ókleifur múr. En þessi tafla hér að ofan er villandi því til að mynda eru Spánn, Króatía, Ítalía og Holland neðarlega í sínum riðlum í undankeppninni vegna þess að þau voru upptekin við að spila í úrslitum Þjóðadeildarinnar núna í júní. Það má alveg reikna með því að þau vinni sig öll upp í haust og fái öruggan farseðil á EM. Í mesta lagi sex efri lið mættu missa af öruggu sæti Ef að færri en fjögur lið úr A-deild komast ekki beint á EM úr undankeppninni þá mun Eistland (sigurvegari D-deildar) fá fyrsta umspilssætið sem losnar og því næst lið úr B-deild eins og þarf. Í sem einföldustu máli má því segja að af þeim 22 liðum sem enduðu fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni þyrftu sjö að klúðra því að komast beint á EM í gegnum undankeppnina, til þess að Ísland kæmist ekki í umspilið ef á þyrfti að halda. Finnst einhverjum það líklegt? Ég ákvað að setja upp líklegri lokastöðu fyrir umspilið, sem sjá má hér að neðan, og þar er Wales eina liðið úr A-deild sem fer í A-deildarumspilið. Lið sem unnu sinn riðil í B-deildinni, en komust ekki beint á EM, fara í B-deildarumspilið en lið eins og Ísland og Noregur myndu geta lent í A- eða B-deildarumspilinu, og yrði dregið um það. Tölfræðiveitan Gracenote er sammála mér og segir að miðað við núverandi stöðu sé líklegast að þessi tólf lið fari í umspil, raðað eftir líkum: Bosnía, Georgía, Ísland, Wales, Kasakstan, Eistland, Grikkland, Lúxemborg, Ísrael, Noregur, Úkraína og Slóvenía. Auðvitað er enn möguleiki á að Ísland nái 2. sæti J-riðils og komist beint á EM. En þá þarf liðið að láta góða frammistöðu eins og gegn Portúgal og Slóvakíu breytast í sigra, strax gegn Lúxemborg og Bosníu í september.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira