„Við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júní 2023 13:10 Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum segist ekki sjá neinar verulegar lækkanir á íbúðaverði í kortunum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka fjórða mánuðinn í röð og nam hækkunin milli apríl og maí 0,7 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hækkanirnar þó ekkert í líkingu við þær sem voru fyrir ári þegar vextir voru lágir og eftirspurn í hámarki. Í kringum áramót, nóvember, desember og janúar, varð lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan undir loks árs 2009 að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir markaðinn nú hafa tekið við sér. „Það sýnir okkur kannski að markaðurinn hefur ekki kólnað jafn hratt og hefði mátt ætla miðað við það hversu hátt vaxtarstigið er orðið og lánshæfisskilyrðin þrengri,“ segir Hildur Margrét. Þessi flóknu lánshæfisskilyrði fyrir einstaklinga hafi þó haft mikil áhrif. „Eftirspurnin er mun minni. Það sést til dæmis á því hversu mikið veltan hefur dregist saman undirritaðir kaupsamningar í maí voru um það bil 40 prósentum færri en í maí í fyrra. Það sem kannski vegur á móti og hefur haldið verðinu uppi er bara hversu þörfin á húsnæði er mikil. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafn mikið og í fyrra og núna á fyrsta ársfjórðungi þannig það er bara enn þá eftirspurn eftir húsnæði og verður áfram,“ segir Hildur. Það haldi lífi í markaðnum þrátt fyrir skertu aðgengi að lánsfé. Hildur Margrét á ekki von á viðvarandi lækkun á húsnæðisverði á næstunni. Sambærilegar lækkanir og áttu sér stað í kringum áramót séu þó mögulegar á milli mánaða. „En við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Í kringum áramót, nóvember, desember og janúar, varð lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan undir loks árs 2009 að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir markaðinn nú hafa tekið við sér. „Það sýnir okkur kannski að markaðurinn hefur ekki kólnað jafn hratt og hefði mátt ætla miðað við það hversu hátt vaxtarstigið er orðið og lánshæfisskilyrðin þrengri,“ segir Hildur Margrét. Þessi flóknu lánshæfisskilyrði fyrir einstaklinga hafi þó haft mikil áhrif. „Eftirspurnin er mun minni. Það sést til dæmis á því hversu mikið veltan hefur dregist saman undirritaðir kaupsamningar í maí voru um það bil 40 prósentum færri en í maí í fyrra. Það sem kannski vegur á móti og hefur haldið verðinu uppi er bara hversu þörfin á húsnæði er mikil. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafn mikið og í fyrra og núna á fyrsta ársfjórðungi þannig það er bara enn þá eftirspurn eftir húsnæði og verður áfram,“ segir Hildur. Það haldi lífi í markaðnum þrátt fyrir skertu aðgengi að lánsfé. Hildur Margrét á ekki von á viðvarandi lækkun á húsnæðisverði á næstunni. Sambærilegar lækkanir og áttu sér stað í kringum áramót séu þó mögulegar á milli mánaða. „En við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira