Bensínstöðin sem ferðamenn míga við verður færð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júní 2023 08:46 Bensínstöðin umdeilda verður flutt. Íbúarnir kvarta yfir hlandlykt og óþrifnaði. Skjáskot/Google Maps Sveitarfélagið Múlaþings hefur ákveðið að færa bensínstöð N1 á Djúpavogi út fyrir íbúabyggðina. Ferðamenn kasta af sér vatni við stöðina íbúum til ama og fyrirtækin á svæðinu vilja ekki kosta salernisaðstöðu. Á mánudag samþykkti umhverfis og framkvæmdaráð Múlaþings tillögu heimastjórnar Djúpavogs að færa stöðina. Var hún samþykkt samhljóða í ráðinu. „Forsendur fyrir staðsetningu á eldsneytisdælum á Djúpavogi hafa gjörbreyst samhliða stóraukinni umferð í tengslum við ferðaþjónustu og þungaflutninga. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa og ásýnd svæðisins,“ segir í tillögunni. Verði þegar hafist við að breyta gildandi aðalskipulagi með það fyrir augum að bensínstöðinni verði fundinn staður fjær íbúabyggð. Íbúar við fimm hús í Djúpavogi, við göturnar Búland og Steina, höfðu farið fram á að starfsleyfi bensínstöðvarinnar yrði fellt úr gildi. Því erindi vísað umhverfis og framkvæmdaráð til Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fyrirtæki vildu ekki setja upp klósett Eins og kom fram í frétt Vísis frá því í maí síðastliðnum eru íbúar afar ósáttir við óþrifnað og hlandlykt sem fylgir bensínstöðinni, sem er sjálfsafgreiðslustöð. Hún stendur við helsta verslunarkjarna þorpsins þar sem Samkaup, Landsbankinn, ÁTVR og Íslandspóstur eru með aðstöðu. Heimastjórn óskaði eftir að þessi fyrirtæki tækju sig saman og settu upp salernisaðstöðu. Sveitarfélagið gæti ekki sjálft gert það á einkalóð. Enginn vilji reyndist hins vegar vera fyrir því hjá fyrirtækjunum. Báru sum þeirra það fyrir sig að þau væru aðeins leigjendur en ekki eigendur hússins. Myndavélar dugðu ekki til Mál bensínstöðvarinnar hefur verið til umræðu hjá sveitarstjórn í meira en ár. En stöðin var á sínum tíma byggð án grenndarkynningar eða samráðs við íbúa í nágrenninu. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ sagði Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi við Vísi í maí. Ferðamenn búist við að finna salerni við bensínstöðina en þegar henni væri ekki til að dreifa gera þeir þarfir sínar undir berum himni. Múlaþing Umhverfismál Verslun Skipulag Bensín og olía Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Á mánudag samþykkti umhverfis og framkvæmdaráð Múlaþings tillögu heimastjórnar Djúpavogs að færa stöðina. Var hún samþykkt samhljóða í ráðinu. „Forsendur fyrir staðsetningu á eldsneytisdælum á Djúpavogi hafa gjörbreyst samhliða stóraukinni umferð í tengslum við ferðaþjónustu og þungaflutninga. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa og ásýnd svæðisins,“ segir í tillögunni. Verði þegar hafist við að breyta gildandi aðalskipulagi með það fyrir augum að bensínstöðinni verði fundinn staður fjær íbúabyggð. Íbúar við fimm hús í Djúpavogi, við göturnar Búland og Steina, höfðu farið fram á að starfsleyfi bensínstöðvarinnar yrði fellt úr gildi. Því erindi vísað umhverfis og framkvæmdaráð til Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fyrirtæki vildu ekki setja upp klósett Eins og kom fram í frétt Vísis frá því í maí síðastliðnum eru íbúar afar ósáttir við óþrifnað og hlandlykt sem fylgir bensínstöðinni, sem er sjálfsafgreiðslustöð. Hún stendur við helsta verslunarkjarna þorpsins þar sem Samkaup, Landsbankinn, ÁTVR og Íslandspóstur eru með aðstöðu. Heimastjórn óskaði eftir að þessi fyrirtæki tækju sig saman og settu upp salernisaðstöðu. Sveitarfélagið gæti ekki sjálft gert það á einkalóð. Enginn vilji reyndist hins vegar vera fyrir því hjá fyrirtækjunum. Báru sum þeirra það fyrir sig að þau væru aðeins leigjendur en ekki eigendur hússins. Myndavélar dugðu ekki til Mál bensínstöðvarinnar hefur verið til umræðu hjá sveitarstjórn í meira en ár. En stöðin var á sínum tíma byggð án grenndarkynningar eða samráðs við íbúa í nágrenninu. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ sagði Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi við Vísi í maí. Ferðamenn búist við að finna salerni við bensínstöðina en þegar henni væri ekki til að dreifa gera þeir þarfir sínar undir berum himni.
Múlaþing Umhverfismál Verslun Skipulag Bensín og olía Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira