Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Telma Lucinda Tómasson, fréttaþulur, les fréttir Stöðvar 2 í kvöld.
Telma Lucinda Tómasson, fréttaþulur, les fréttir Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Grafík

Í kvöldfréttum förum við yfir dóm Hæstaréttar í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar þegar Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Hæstiréttur staðfesti sök allra fjögurra sakborninga en mildaði dóma Landsréttar yfir þeim öllum.

Við höldum áfram að fylgjast með viðbrögðum við tímabundnu hvalveiðibanni matvælaráðherra. Formaður atvinnuveganefndar hefur boðað til fundar á föstudag þar sem Svandís Svavarsdóttir situr fyrir svörum nefndarmanna.

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir mikilvægt fyrir stéttina að hjúkrunarfræðingur var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild Landsspítalans.

Og í fréttatímanum fylgjumst við með rökræðum æðarbónda og æðarkollu á Breiðarfirði sem ekki var á því að fara af hreiðri sínu þegar hann vildi hafa af henni dúninn.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×