Menningareyja á Melunum Þóra Einarsdóttir skrifar 21. júní 2023 21:31 Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Nú er sú staða komin upp að sér fyrir endann á bíórekstri í Háskólabíói. Ekkert hefur enn verið gefið upp opinberlega um hugsanlegt framtíðarhlutverk hússins en ólíklegt þykir að bíórekstur einkaaðila muni fjármagna rekstur hússins í framtíðinni. Saga Háskólabíós er merkileg og samofin menningar- og þjóðlífi Íslendinga síðustu rúm 60 árin. Byggingin sjálf er ekki síður þýðingarmikil í hugum landsmanna; eitt af kennileitum borgarinnar þar sem haldast í hendur á látlausan hátt tímalaus hönnun og notagildi. Háskólabíói hæfir verðugt hlutverk. Í ljósi áherslu samtímans á endurnýtingu, sjálfbærni og tenginu við sögu og menningu þjóðarinnar liggur beint við að nýta þá möguleika sem byggingin býður uppá til að leysa hluta þess vanda sem sviðslistir í landinu standa frammi fyrir. Vel mætti hugsa sér að Háskólabíó gæti nýst nýrri þjóðaróperu, Íslenska dansflokknum, Þjóðleikhúsinu og hugsanlega sjálfstæðum listhópum. Slík tilhögun krefst um leið nýrrar stefnumótunar í menningarmálum með áherslu á samstarf og samvirkni listgreina ásamt aukinni straumlínulögun á opinberum stuðningi við sviðslistir á Íslandi. Kvikmyndasýningar og tónleikahald ættu eftir sem áður fullt erindi í húsið sem hefur þjónað þeim listformum svo vel frá upphafi. Augljóslega skiptir hér miklu afstaða Háskóla Íslands til slíkra hugmynda. Í því sambandi má nefna að samþætting lista og menntunar er eitt af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans. Þegar horft er yfir sviðið koma í ljós ýmsar útgáfur og samsetningar á samstarfi opinberra menningar- og menntastofnana. Hér má t.d. nefna að á Grikklandi hannaði arkitektinn Renzo Piano menningarmiðstöð sem geymir Þjóðarbókasafnið, Þjóðaróperuna og lítið leikhús. Sömuleiðis eru Barbican Center í London og Gasteig í München ágæt dæmi um menningarmiðstöðvar þar sem ólíkar listgreinar eru settar við hlið fræðslu og símenntunar, bókasafna og listaháskóla og rík áhersla lögð á tengingu við samfélagið í heild. Á þann veg gæti návígið við Endurmenntun HÍ og Þjóðarbókhlöðuna skapað spennandi samstarfsfleti við sviðlistamiðstöð í Háskólabíói. Þarna er einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með áherslu á tungumál og augljósa tengingu við annað helsta hugðarefni Vigdísar, leikhúsið. Það sama má segja um Eddu - Hús íslenskra fræða þar sem unnið er að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum sögu og menningu. Leikhús, ópera og dans eru lifandi rannsóknarvettvangur. Dæmi eru um að afrakstur þverfaglegra rannsókna sé settur fram í sviðslistaverkum. Listirnar eru leið til að kanna og rýna heiminn og samfélagið. Nýstárleg samsetning og samvinna ólíkra skipulagsheilda getur verið til þess fallin að leiða í ljós nýjar lausnir og virkjað sköpunkraft listanna í þágu þekkingar og menningararfs. Með bættu aðgengi og tengingum á milli menningar- og menntastofnana sem nú standa umkringdar bílastæðum vestan Suðurgötu gæti myndast sannkölluð menningareyja á Melunum og Háskólabíó fengi verðugt nýtt hlutverk sem heimili sviðslista. Það er von mín að þessi grein verði kveikjan að frekari umræðum um framtíð Háskólabíós. Höfundur er óperusöngkona og sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Nú er sú staða komin upp að sér fyrir endann á bíórekstri í Háskólabíói. Ekkert hefur enn verið gefið upp opinberlega um hugsanlegt framtíðarhlutverk hússins en ólíklegt þykir að bíórekstur einkaaðila muni fjármagna rekstur hússins í framtíðinni. Saga Háskólabíós er merkileg og samofin menningar- og þjóðlífi Íslendinga síðustu rúm 60 árin. Byggingin sjálf er ekki síður þýðingarmikil í hugum landsmanna; eitt af kennileitum borgarinnar þar sem haldast í hendur á látlausan hátt tímalaus hönnun og notagildi. Háskólabíói hæfir verðugt hlutverk. Í ljósi áherslu samtímans á endurnýtingu, sjálfbærni og tenginu við sögu og menningu þjóðarinnar liggur beint við að nýta þá möguleika sem byggingin býður uppá til að leysa hluta þess vanda sem sviðslistir í landinu standa frammi fyrir. Vel mætti hugsa sér að Háskólabíó gæti nýst nýrri þjóðaróperu, Íslenska dansflokknum, Þjóðleikhúsinu og hugsanlega sjálfstæðum listhópum. Slík tilhögun krefst um leið nýrrar stefnumótunar í menningarmálum með áherslu á samstarf og samvirkni listgreina ásamt aukinni straumlínulögun á opinberum stuðningi við sviðslistir á Íslandi. Kvikmyndasýningar og tónleikahald ættu eftir sem áður fullt erindi í húsið sem hefur þjónað þeim listformum svo vel frá upphafi. Augljóslega skiptir hér miklu afstaða Háskóla Íslands til slíkra hugmynda. Í því sambandi má nefna að samþætting lista og menntunar er eitt af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans. Þegar horft er yfir sviðið koma í ljós ýmsar útgáfur og samsetningar á samstarfi opinberra menningar- og menntastofnana. Hér má t.d. nefna að á Grikklandi hannaði arkitektinn Renzo Piano menningarmiðstöð sem geymir Þjóðarbókasafnið, Þjóðaróperuna og lítið leikhús. Sömuleiðis eru Barbican Center í London og Gasteig í München ágæt dæmi um menningarmiðstöðvar þar sem ólíkar listgreinar eru settar við hlið fræðslu og símenntunar, bókasafna og listaháskóla og rík áhersla lögð á tengingu við samfélagið í heild. Á þann veg gæti návígið við Endurmenntun HÍ og Þjóðarbókhlöðuna skapað spennandi samstarfsfleti við sviðlistamiðstöð í Háskólabíói. Þarna er einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með áherslu á tungumál og augljósa tengingu við annað helsta hugðarefni Vigdísar, leikhúsið. Það sama má segja um Eddu - Hús íslenskra fræða þar sem unnið er að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum sögu og menningu. Leikhús, ópera og dans eru lifandi rannsóknarvettvangur. Dæmi eru um að afrakstur þverfaglegra rannsókna sé settur fram í sviðslistaverkum. Listirnar eru leið til að kanna og rýna heiminn og samfélagið. Nýstárleg samsetning og samvinna ólíkra skipulagsheilda getur verið til þess fallin að leiða í ljós nýjar lausnir og virkjað sköpunkraft listanna í þágu þekkingar og menningararfs. Með bættu aðgengi og tengingum á milli menningar- og menntastofnana sem nú standa umkringdar bílastæðum vestan Suðurgötu gæti myndast sannkölluð menningareyja á Melunum og Háskólabíó fengi verðugt nýtt hlutverk sem heimili sviðslista. Það er von mín að þessi grein verði kveikjan að frekari umræðum um framtíð Háskólabíós. Höfundur er óperusöngkona og sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun