Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 14:52 Vatn úr uppistöðulóni Kahkovka-stíflunnar er notað til að kæla kjarnakljúfa Saporisjía-orkuversins. Lítið vatn er í lóninu eftir að stíflan var sprengd og Úkraínumenn segja Rússa ætla að fremja „hryðjuverk“. EPA/SERGEI ILNITSKY Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun og sagði hann að upplýsingum um þetta „hryðjuverk“ hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. „Því miður, þarf ég að minna fólk aftur á að geislavirkni þekkir ekki landamæri ríkja. Hverjir verða fyrir henni byggir eingöngu á vindáttinni,“ sagði Selenskí. We have just had a report from our intelligence and the Security Service of .Intelligence has received information that Russia is considering a scenario of a terrorist attack on the Zaporizhzhia nuclear power plant. A terrorist attack with radiation leakage. They have prepared pic.twitter.com/WK6qM090Ru— (@ZelenskyyUa) June 22, 2023 Rússar hafa stjórnað kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að Selenskí væri að ljúga. Rússar hafa reglulega sakað Úkraínumenn um að gera árásir á kjarnorkuverið en Rússar hafa sömuleiðis verið sakaðir um að staðsetja þar stórskotaliðsvopn. Reuters segir allar tilraunir til að skapa einhverskonar friðarsvæði í kringum orkuverið hafa misheppnast. Varaði við sprengjum í vatnsbólinu Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hélt því fram fyrr í vikunni að Rússar hefðu komið sprengjum fyrir í vatnsbóli kjarnorkuversins, þar sem vatn er geymt sem notað er til að kæla kjarnakljúfa orkuversins. Starfsmenn kjarnorkuversins hafa um árabil dælt vatni úr stöðulóni Kakhokva-stíflunnar. Því var hætt eftir að stíflan, sem hefur einnig verið undir stjórn Rússa frá því innrásin hófst, var sprengd. Vísbendingar benda til þess að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í grunni stíflunnar og sprengt hana í loft upp. Sjá einnig: „Það er enn engin hjálp“ Síðan þá hefur verið notast við vatn úr eigin vatnsbóli kjarnorkuversins en það á að duga í einhverja mánuði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að til stæði að byrja aftur að dæla vatni úr uppistöðulóninu, eða því sem eftir væri af því. Starfsmenn stofnunarinnar segja að hægt sé að dæla vatni úr uppistöðulóninu og þannig er hægt að komast hjá því að nota vatnsbólið. Í áðurnefndu ávarpi sagði Selenskí að heimurinn hefði einnig verið varaður við því að Rússar hefðu komið fyrir sprengjum í Kakhovka-stíflunni. Í þetta sinn þyrfti heimurinn að bregðast við. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 „Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30 Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þetta sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun og sagði hann að upplýsingum um þetta „hryðjuverk“ hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. „Því miður, þarf ég að minna fólk aftur á að geislavirkni þekkir ekki landamæri ríkja. Hverjir verða fyrir henni byggir eingöngu á vindáttinni,“ sagði Selenskí. We have just had a report from our intelligence and the Security Service of .Intelligence has received information that Russia is considering a scenario of a terrorist attack on the Zaporizhzhia nuclear power plant. A terrorist attack with radiation leakage. They have prepared pic.twitter.com/WK6qM090Ru— (@ZelenskyyUa) June 22, 2023 Rússar hafa stjórnað kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að Selenskí væri að ljúga. Rússar hafa reglulega sakað Úkraínumenn um að gera árásir á kjarnorkuverið en Rússar hafa sömuleiðis verið sakaðir um að staðsetja þar stórskotaliðsvopn. Reuters segir allar tilraunir til að skapa einhverskonar friðarsvæði í kringum orkuverið hafa misheppnast. Varaði við sprengjum í vatnsbólinu Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hélt því fram fyrr í vikunni að Rússar hefðu komið sprengjum fyrir í vatnsbóli kjarnorkuversins, þar sem vatn er geymt sem notað er til að kæla kjarnakljúfa orkuversins. Starfsmenn kjarnorkuversins hafa um árabil dælt vatni úr stöðulóni Kakhokva-stíflunnar. Því var hætt eftir að stíflan, sem hefur einnig verið undir stjórn Rússa frá því innrásin hófst, var sprengd. Vísbendingar benda til þess að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í grunni stíflunnar og sprengt hana í loft upp. Sjá einnig: „Það er enn engin hjálp“ Síðan þá hefur verið notast við vatn úr eigin vatnsbóli kjarnorkuversins en það á að duga í einhverja mánuði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að til stæði að byrja aftur að dæla vatni úr uppistöðulóninu, eða því sem eftir væri af því. Starfsmenn stofnunarinnar segja að hægt sé að dæla vatni úr uppistöðulóninu og þannig er hægt að komast hjá því að nota vatnsbólið. Í áðurnefndu ávarpi sagði Selenskí að heimurinn hefði einnig verið varaður við því að Rússar hefðu komið fyrir sprengjum í Kakhovka-stíflunni. Í þetta sinn þyrfti heimurinn að bregðast við.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 „Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30 Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41
Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06
„Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30
Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59