Viðskipti innlent

Vera segir veru Veru vera trygga

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vera mathöll í Grósku er nú heimili þriggja veitingastaða í stað átta.
Vera mathöll í Grósku er nú heimili þriggja veitingastaða í stað átta. Vísir/Vilhelm

Meiri­hluti veitinga­staða í Veru mat­höll í Grósku er nú lokaður. Stefnt er að því að nýir komi þeirra í stað. Fram­kvæmda­stjóri Grósku segir þar breytinga og endur­skipu­lagningu að vænta, mat­höllin muni vera á­fram á sínum stað í húsinu.

Mat­höllin opnaði í Vatns­mýrinni í Reykja­vík í ágúst í fyrra og voru þá átta veitinga­staðir þar með rekstur. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur fimm þeirra verið lokað og eru nú þrír eftir.

Staðirnir sem hafa lokað eru Mikki refur, Calien­te, Sou­preme, Bang­Bang og Fura. Í plássi þeirra er búið að koma upp skilti þar sem við­skipta­vinum er til­kynnt að brátt muni þar opna nýir veitinga­staðir. Eftir standa veitinga­staðirnir Stundin, Natalía og Tonto.

Stefnt er að því að opna nýja staði í Veru.Vísir/Vilhelm

Vísir hefur ekki náð tali af Birni Braga Arnars­syni, eig­anda og fram­kvæmda­stjóra mat­hallarinnar þrátt fyrir í­trekaðar til­raunir. Aðrir eig­endur hafa bent á Björn í sam­tölum við Vísi en ekki er að heyra á þeim að reksturinn gangi erfið­lega.

Vera Antons­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Grósku, segir í sam­tali við Vísi að skert starf­semi sé í mat­höllinni í júní. „Og það er verið að fara í breytingar og endur­skipu­lagningu,“ segir Vera sem segir þær í höndum rekstrar­aðila mat­hallarinnar. Ekki séu áætlanir um að mathöllin hverfi úr húsinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×