Sport

Dag­­skráin í dag: Kópa­vogs­slagur í Bestu deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Það var hart barist í fyrri leik HK og Breiðabliks á Kópavogsvelli.
Það var hart barist í fyrri leik HK og Breiðabliks á Kópavogsvelli. Vísir/Hulda Margrét

Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað á ný í kvöld með þremur leikjum. Þá verða einnig beinar útsendingar frá golfi á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Stöð 2 Sport

Leikur HK og Breiðabliks í Bestu deild karla verður í beinni útsendingu frá klukkan 19:00. Fyrri leikur liðanna var frábær skemmtun og ætla Íslandsmeistarar Blika eflaust að hefna fyrir tapið á Kópavogsvelli.

Klukkan 21:20 verða Bestu tilþrifin síðan á dagskrá þar sem sérfræðingar Stöð 2 Sport fara yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 8:10 hefst bein útsending frá The Amateur Championship mótinu í golfi sem fram fer á Englandi. Mótið er árlegt en þar mætast bestu áhugakylfingar heims. Bein útsending frá mótinu hefst á nýjan leik klukkan 12:55.

Stöð 2 Sport 4

Beinar útsendingar frá KPMG Championship mótinu á PGA-mótaröð kvenna verða í dag klukkan 15:00 og 21:00.

Stöð 2 Sport 5

Leikur FH og Fram í Bestu deildinni verður sýndur beint frá Kaplakrika klukkan 19:05.

Bestu deildar rásin

Keflavík og Fylkir mætast í Bestu deildinni suður með sjó og verður leikur liðanna í beinni útsendingu frá klukkan 19:05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×