Stórfelld uppbygging hagkvæmra íbúða Ingibjörg Isaksen skrifar 23. júní 2023 07:18 Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. Fyrirhugað er að byggja töluvert fleiri íbúðir á árunum 2023-2025 frá því sem áður var áætlað eða alls 2.800 íbúðir í stað 1.250 og af þeim verða byggðar 800 íbúðir strax á þessu ári. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun hefur verið tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna, því ekkert til fyrirstöðu en að taka fram verkfærin og fara af stað. Stofnframlög og hlutdeildarlán Stofnlánakerfið hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum við uppbyggingu leiguíbúða innan almenna húsnæðiskerfisins. Þegar ríki og sveitarfélög leggja fram stofnframlag til uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga er mögulegt að skapa grunn fyrir lægra leiguverði. Markmiðið með stofnlánakerfinu er að leigufjárhæð sé í samræmi við greiðslugetu og að hún fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Stofnlánakerfið hefur reynst vel og það er sérstakt fagnaðarefni hvernig verið er með þessum aðgerðum að stórauka fjármagn til bygginu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Undirrituð telur þessa leið vera bæði skynsamlega og góða. Þá hefur reglugerð um hlutdeildarlán verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Um er að ræða lánafyrirkomulag þar sem ríkið fjárfestir 20% í eigninni á móti kaupanda. Þetta eru lán sem eru aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem hafa ekki átt íbúð undanfarið fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og þegar eignin er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Með breytingum á reglugerðinni nú hefur hámarksverð íbúða verið hækkað, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Þess utan verða hlutdeildarlánum úthlutað mánaðarlega í stað annan hvers mánuð líkt og áður var. Hlutdeildarlán er góður kostur fyrir þá einstaklinga sem vilja eignast eigið húsnæði í stað þess að vera á leigumarkaði. Samfélagslega mikilvægt Stjórnvöld og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulægri hópa samfélagsins og eru þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar liður í því að minnka ójöfnuð í samfélaginu. Hér er verið að tryggja húsnæði fyrir þann hóp sem annars ætti erfitt með að koma sér upp heimili og það er næsta víst að það kemur til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild hvort sem er til skemmri eða lengri tíma litið. Með uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir tekjulága eru skapaðar aðstæður fyrir einstaklinga að bæta lífskjör sín og stöðu í samfélaginu. Þannig getum við betur stuðlað að því sem samfélag að allir hafi jöfn tækifæri til þess að vaxa og dafna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. Fyrirhugað er að byggja töluvert fleiri íbúðir á árunum 2023-2025 frá því sem áður var áætlað eða alls 2.800 íbúðir í stað 1.250 og af þeim verða byggðar 800 íbúðir strax á þessu ári. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun hefur verið tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna, því ekkert til fyrirstöðu en að taka fram verkfærin og fara af stað. Stofnframlög og hlutdeildarlán Stofnlánakerfið hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum við uppbyggingu leiguíbúða innan almenna húsnæðiskerfisins. Þegar ríki og sveitarfélög leggja fram stofnframlag til uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga er mögulegt að skapa grunn fyrir lægra leiguverði. Markmiðið með stofnlánakerfinu er að leigufjárhæð sé í samræmi við greiðslugetu og að hún fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Stofnlánakerfið hefur reynst vel og það er sérstakt fagnaðarefni hvernig verið er með þessum aðgerðum að stórauka fjármagn til bygginu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Undirrituð telur þessa leið vera bæði skynsamlega og góða. Þá hefur reglugerð um hlutdeildarlán verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Um er að ræða lánafyrirkomulag þar sem ríkið fjárfestir 20% í eigninni á móti kaupanda. Þetta eru lán sem eru aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem hafa ekki átt íbúð undanfarið fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og þegar eignin er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Með breytingum á reglugerðinni nú hefur hámarksverð íbúða verið hækkað, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Þess utan verða hlutdeildarlánum úthlutað mánaðarlega í stað annan hvers mánuð líkt og áður var. Hlutdeildarlán er góður kostur fyrir þá einstaklinga sem vilja eignast eigið húsnæði í stað þess að vera á leigumarkaði. Samfélagslega mikilvægt Stjórnvöld og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulægri hópa samfélagsins og eru þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar liður í því að minnka ójöfnuð í samfélaginu. Hér er verið að tryggja húsnæði fyrir þann hóp sem annars ætti erfitt með að koma sér upp heimili og það er næsta víst að það kemur til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild hvort sem er til skemmri eða lengri tíma litið. Með uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir tekjulága eru skapaðar aðstæður fyrir einstaklinga að bæta lífskjör sín og stöðu í samfélaginu. Þannig getum við betur stuðlað að því sem samfélag að allir hafi jöfn tækifæri til þess að vaxa og dafna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun