Íslenski boltinn

Marka­veisla í Kórnum, FH lék sér að Fram en allt jafnt í Kefla­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atli Hrafn Andrason, Arnþór Ari Atlason og Leifur Andri Leifsson fagna einu af fimm mörkum HK.
Atli Hrafn Andrason, Arnþór Ari Atlason og Leifur Andri Leifsson fagna einu af fimm mörkum HK. Vísir/Anton Brink

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla á föstudagskvöld. HK vann Íslandsmeistara Breiðabliks 5-2, FH pakkaði Fram saman 4-0 og Keflavík gerði 1-1 jafntefli við Fylki. Mörkin má sjá hér að neðan.

HK heldur áfram að hrella nágranna sína en nýliðarnir unnu fyrri leik liðanna 4-3 á Kópavogsvelli. Örvar Eggertsson kom HK yfir en Stefán Ingi Sigurðarson jafnaði metin fyrir Blika. Atli Hrafn Andrason sá til þess að staðan var 2-1 HK í vil í hálfleik. 

Arnþór Ari Atlason skoraði þriðja mark HK í upphafi síðari hálfleiks áður en Stefán Ingi minnkaði muninn í 3-2. Atli Arnarson og Brynjar Snær Pálsson tryggði ótrúlegan 5-2 sigur heimamanna.

Klippa: Besta deild karla: HK 5-2 Breiðablik

Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvö fyrstu mörk FH í þægilegum 4-0 sigri. Nafnarnir Kjartan Kári Halldórsson og Kjartan Henry Finnbogason bættu við mörkum í síðari hálfleik.

Klippa: Besta deild karla: FH 4-0 Fram

Pétur Bjarnason kom Fylki yfir gegn botnliði Keflavíkur en Edon Osmani jafnaði metin, lokatölur 1-1.

Klippa: Besta deild karla: Keflavík 1-1 Fylkir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×