Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld Stöð 2

Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hreint ótrúlega atburðarás í Rússlandi síðastliðinn sólarhring. Málaliðahópur sem hafði lýst því yfir að steypa ætti Vladimír Pútín forseta af stóli virðist hættur við, og hefur málaliðum sem sóttu að Moskvu verið snúið við af leiðtoga hópsins. Við förum ítarlega í málið í fréttatímanum og ræðum við utanríkisráðherra.

Þá heyrum við frá manni sem hefur misst fjölda ástvina, þar á meðal báða foreldra, úr krabbameini, en hann hélt á tíma að hann væri boðberi sjúkdómsins. Hann missti eiginkonu sína úr krabbameini en styður nú eiginkonu sína í gegnum krabbameinsmeðferð.

Þá tökum við stöðuna á Grímseyjarkirkju, en Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. Eins heimsækjum við hreindýrstarfana Mosa og Garp, en eigandi þeirra gekk þeim í móðurstað eftir að þeir fundust móðurlausir uppi á heiði.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30, á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×