Sport

Manchester United snýr sér að öðrum leikmönnum

Jón Már Ferro skrifar
Chelsea hefur hafnað þriðja tilboðinu í Mason Mount.
Chelsea hefur hafnað þriðja tilboðinu í Mason Mount. vísir/Getty Images

Manchester United er sagt snúa sér að öðrum leikmönnum eftir að Chelsea hafnaði 55 milljón punda tilboði United í Mason Mount. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Þetta er þriðja tilboðið sem United gerir í 24 ára gamla enska landsliðsmanninn.

United gæti snúið sér að öðrum miðjumönnum í staðin fyrir Mount. Í því samhengi hefur Moises Caicedo miðjumaður Brigthon verið nefndur.

Chelsea gerði móttilboð upp á 58 milljónir punda auk sjö milljón punda í árangurstengdar greiðslur.

Mount á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea en ólíklegt er að hann klári þann tíma hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×