„Mér fannst tíminn ekkert líða“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2023 22:05 Ásmundur Arnarson á hliðarlínunni í bleytunni í kvöld. Vísir/Diego Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var sigurreifur eftir 2-1 sigur á Val í stórleik tíundu umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik jafnar Val á stigum og sitja liðin í efstu tveimur sætum deildarinnar. „Þetta var frábær leikur hjá stelpunum, frábær karakter, þvílík vinnusemi og gott skipulag. Við byrjum þennan leik mjög sterkt, komum okkur í góða stöðu og þetta var frábærlega gert,“ sagði Ásmundur eftir leikinn. Agla María Albertsdóttir kom Blikum á bragðið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og sjálfsmark Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, leikmann Vals, skömmu fyrir hálfleik kom Breiðablik í afar vænlega stöðu. „Ég held að krafturinn í okkur í byrjun leiks hafi komið okkur langleiðina með þetta og þetta þróaðist náttúrulega þannig að þær bættu í og pressuðu á okkur í seinni hálfleik og undir lokin. Mér fannst tíminn ekkert líða þegar langt var liðið á leikinn og maður þurfti að fara oft beint í úrið til að fylgjast með. Þetta var erfitt á þeim tíma en heilt yfir var þetta frábærlega gert hjá mínum leikmönnum,“ sagði Ásmundur. Valskonur komu beittari út í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik. „Þær sóttu í sig veðrið í seinni og eðlilega í þessari stöðu. Þær pressuðu á okkur og við hefðum mátt halda aðeins meira í boltann á þeim tíma. Þegar við unnum hann þá vorum við full fljótar að setja hann fram á við og þannig við hefðum getað skapað okkur meiri ró með því að halda betur í boltann. Vissulega sóttu þær á okkur en hrós á liðið fyrir góðan og skipulagðan varnarleik á þeim tímapunkti.“ Næstu þrír deildarleikir Breiðabliks eru á heimavelli en skipt var um gervigras á Kópavogsvelli fyrr á tímabilinu og gat liðið ekki keppt á sínum heimavelli á meðan. Eru þessir heimaleikir gullið tækifæri til stigasöfnunar? „Allir leikir eru gullið tækifæri til stigasöfnunar og alltaf ætlum við að taka hvern leik. Það er bara eitt verkefni í einu, frábær niðurstaða hér í dag. Við þurfum að safna kröftum og næsta verkefni er í bikarnum næstu helgi. Við hugsum ekkert lengra í bili,“ svaraði Ásmundur. Breiðablik spilar fimm leiki á rétt rúmlega tveimur vikum í deild og bikar. Þær mæta FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta laugardag en Ásmundur hræðist ekki leikjaálagið næstu misseri. „Við höfum svo sem verið í því áður og undanfarið. Það er samvinna okkar allra í teyminu, sjúkra- og styrktarþjálfara að stýra álaginu rétt.“ Besta deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá stelpunum, frábær karakter, þvílík vinnusemi og gott skipulag. Við byrjum þennan leik mjög sterkt, komum okkur í góða stöðu og þetta var frábærlega gert,“ sagði Ásmundur eftir leikinn. Agla María Albertsdóttir kom Blikum á bragðið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og sjálfsmark Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, leikmann Vals, skömmu fyrir hálfleik kom Breiðablik í afar vænlega stöðu. „Ég held að krafturinn í okkur í byrjun leiks hafi komið okkur langleiðina með þetta og þetta þróaðist náttúrulega þannig að þær bættu í og pressuðu á okkur í seinni hálfleik og undir lokin. Mér fannst tíminn ekkert líða þegar langt var liðið á leikinn og maður þurfti að fara oft beint í úrið til að fylgjast með. Þetta var erfitt á þeim tíma en heilt yfir var þetta frábærlega gert hjá mínum leikmönnum,“ sagði Ásmundur. Valskonur komu beittari út í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik. „Þær sóttu í sig veðrið í seinni og eðlilega í þessari stöðu. Þær pressuðu á okkur og við hefðum mátt halda aðeins meira í boltann á þeim tíma. Þegar við unnum hann þá vorum við full fljótar að setja hann fram á við og þannig við hefðum getað skapað okkur meiri ró með því að halda betur í boltann. Vissulega sóttu þær á okkur en hrós á liðið fyrir góðan og skipulagðan varnarleik á þeim tímapunkti.“ Næstu þrír deildarleikir Breiðabliks eru á heimavelli en skipt var um gervigras á Kópavogsvelli fyrr á tímabilinu og gat liðið ekki keppt á sínum heimavelli á meðan. Eru þessir heimaleikir gullið tækifæri til stigasöfnunar? „Allir leikir eru gullið tækifæri til stigasöfnunar og alltaf ætlum við að taka hvern leik. Það er bara eitt verkefni í einu, frábær niðurstaða hér í dag. Við þurfum að safna kröftum og næsta verkefni er í bikarnum næstu helgi. Við hugsum ekkert lengra í bili,“ svaraði Ásmundur. Breiðablik spilar fimm leiki á rétt rúmlega tveimur vikum í deild og bikar. Þær mæta FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta laugardag en Ásmundur hræðist ekki leikjaálagið næstu misseri. „Við höfum svo sem verið í því áður og undanfarið. Það er samvinna okkar allra í teyminu, sjúkra- og styrktarþjálfara að stýra álaginu rétt.“
Besta deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira