Ólögmæt notkun Stjörnugríss á íslenska fánanum Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 15:35 Stjörnugrís hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið, aðallega vegna umfjöllunar um sláturaðferðir fyrirtækisins. Samsett Neytendastofa hefur bannað Stjörnugrís að merkja Smass-hamborgara sína með íslenska fánanum þar sem kjötið er ekki alíslenskt. Neytendastofa segir fyrirtækið stunda óréttmæta viðskiptahætti sökum villandi upplýsinga þar sem hamborgararnir eru að mestu úr þýsku nautakjöti. Þetta segir í tilkynningu á vef Neytendastofu. Þar segir að Neytendastofa hafi tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána Íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti. „Var það mat stofnunarinnar að þar sem íslenskar nautaafurðir mynduðu aðeins rétt rúmlega 20% af innihaldi Smass hamborgurum félagsins gæti hún ekki talist íslensk, þar sem innflutt hráefni væri einkennandi hluti hennar og það eðlislíkt búvöru sem er framleidd hér á landi,“ sagði einnig. Félaginu hafi því verið óheimilt að nota brot úr þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á umræddri vöru. Hér má sjá smass-borgara Stjörnugríss.Heimkaup Þar að auki hafi notkun fyrirtækisins á íslenska þjóðfánanum á framhlið umbúðanna falið í sér villandi upplýsingar til neytenda um uppruna vörunnar. Neytendur hafi mátt ganga út frá því að um íslenska vöru væri að ræða og því hafi fyrirtækið veitt rangar upplýsingar og viðskiptahættir þess þar af leiðandi verið óréttmætir. Hins vegar hyggst Neytendastofa ekki sekta Stjörnugrís þar sem fyrirtækið var búið að líma þýska fánann yfir þann íslenska í kjölfar bannsins. Stjörnugrís hefur verið töluvert mikið í umfjöllun undanfarið vegna þess að það er eina sláturhúsið á Íslandi sem gasar svín. Að sögn innanbúðarmanns hjá fyrirtækinu þjást svínin verulega við gösunina, öskra og ærast áður en þau taka síðasta andardráttinn. Matvælaframleiðsla Neytendur Íslenski fáninn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Neytendastofu. Þar segir að Neytendastofa hafi tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána Íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti. „Var það mat stofnunarinnar að þar sem íslenskar nautaafurðir mynduðu aðeins rétt rúmlega 20% af innihaldi Smass hamborgurum félagsins gæti hún ekki talist íslensk, þar sem innflutt hráefni væri einkennandi hluti hennar og það eðlislíkt búvöru sem er framleidd hér á landi,“ sagði einnig. Félaginu hafi því verið óheimilt að nota brot úr þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á umræddri vöru. Hér má sjá smass-borgara Stjörnugríss.Heimkaup Þar að auki hafi notkun fyrirtækisins á íslenska þjóðfánanum á framhlið umbúðanna falið í sér villandi upplýsingar til neytenda um uppruna vörunnar. Neytendur hafi mátt ganga út frá því að um íslenska vöru væri að ræða og því hafi fyrirtækið veitt rangar upplýsingar og viðskiptahættir þess þar af leiðandi verið óréttmætir. Hins vegar hyggst Neytendastofa ekki sekta Stjörnugrís þar sem fyrirtækið var búið að líma þýska fánann yfir þann íslenska í kjölfar bannsins. Stjörnugrís hefur verið töluvert mikið í umfjöllun undanfarið vegna þess að það er eina sláturhúsið á Íslandi sem gasar svín. Að sögn innanbúðarmanns hjá fyrirtækinu þjást svínin verulega við gösunina, öskra og ærast áður en þau taka síðasta andardráttinn.
Matvælaframleiðsla Neytendur Íslenski fáninn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18