Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2023 19:45 Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada létu vel af dvöl sinni í Vestmannaeyjum. Fjölmiðlar fylgdu þeim hvert spor. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. Fjölmörg málefni voru á dagskrá fundarins eins og loftslagsmál, umhverfismál og málefni innflytjenda og flóttafólks. Þá átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fundi með Trudeau annars vegar og Petteri Orpo nýjum forsætisráðherra Finnlands hins vegar um sameiginleg málefni þjóðanna. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fræddi forsætisráðherrana um sögu Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Ráðherrarnir minntust þess einnig að 50 ár eru liðin um þessar mundir frá því eldgos hófst í Heimaey í febrúar 1973. Justin Trudeau sagði mikla upplifun að koma til Vestmannaeyja og þakkaði heimamönnum móttökurnar. Fundur forsætisráðherranna hafi verið yfirgripsmikill. Katrín Jakobsdóttir, Justin Trudeau og Jonas Gahr Störe á fréttamannafundi forsætisráðherranna í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Við deilum sömu gildum, við lítum heiminn sömu augum til að leysa vandamál bæði borgara okkar og annarra og það þýðir að þetta hafa verið ótrúlega uppbyggilegar og frjóar viðræður. Við höfum fjallað um fjölbreytt mál. Þar má helst telja öryggismálin bæði hvað varðar Rússland og ógnina við öryggi sem stafaraf loftslagsbreytingum, sérstaklega á norðurslóðum,“ sagði Trudeau. Mette Fredrieksen forsætisráðherra Danmerkur tók undir með Katrínu Jakobsdóttur að málefni Úkraínu hafi verið megin mál fundarins en þau hefðu einnig náð að ræða fjölmörg önnur sameiginleg málefni þjóðanna. „Þessi lönd eru algerlega samstíga í stuðningi okkar við Úkraínu. Það er mikilvægt að taka næstu skref. Við verðum að jafnvel að auka stuðninginn enn meira. Svo við munum tryggja að Úkraína geti varið sig og um leið öryggi annars staðar í álfunni,“ sagði Fredriksen. Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau ræða málin.Vísir/Vilhelm Jonas Gahr Störe sagði samstöðu Norðurlanda hafa sýnt sig þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum og fannst tilkomumikið að funda þar. „Ég man að ég var tólf ára þegar fréttir bárust í janúar 1973 af eldgosinu hérna. Þetta virkjaði Norðurlöndin,það virkjaði landið mitt hvað varðar samstöðu og stuðning. Og þegar ég kem hingað á þennan blómlega stað vil ég þakka ykkur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrir að taka á móti okkur. Þetta hefur verið frábær upplifun,“ sagði Gahr Störe. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Kanada Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Fjölmörg málefni voru á dagskrá fundarins eins og loftslagsmál, umhverfismál og málefni innflytjenda og flóttafólks. Þá átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fundi með Trudeau annars vegar og Petteri Orpo nýjum forsætisráðherra Finnlands hins vegar um sameiginleg málefni þjóðanna. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fræddi forsætisráðherrana um sögu Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Ráðherrarnir minntust þess einnig að 50 ár eru liðin um þessar mundir frá því eldgos hófst í Heimaey í febrúar 1973. Justin Trudeau sagði mikla upplifun að koma til Vestmannaeyja og þakkaði heimamönnum móttökurnar. Fundur forsætisráðherranna hafi verið yfirgripsmikill. Katrín Jakobsdóttir, Justin Trudeau og Jonas Gahr Störe á fréttamannafundi forsætisráðherranna í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Við deilum sömu gildum, við lítum heiminn sömu augum til að leysa vandamál bæði borgara okkar og annarra og það þýðir að þetta hafa verið ótrúlega uppbyggilegar og frjóar viðræður. Við höfum fjallað um fjölbreytt mál. Þar má helst telja öryggismálin bæði hvað varðar Rússland og ógnina við öryggi sem stafaraf loftslagsbreytingum, sérstaklega á norðurslóðum,“ sagði Trudeau. Mette Fredrieksen forsætisráðherra Danmerkur tók undir með Katrínu Jakobsdóttur að málefni Úkraínu hafi verið megin mál fundarins en þau hefðu einnig náð að ræða fjölmörg önnur sameiginleg málefni þjóðanna. „Þessi lönd eru algerlega samstíga í stuðningi okkar við Úkraínu. Það er mikilvægt að taka næstu skref. Við verðum að jafnvel að auka stuðninginn enn meira. Svo við munum tryggja að Úkraína geti varið sig og um leið öryggi annars staðar í álfunni,“ sagði Fredriksen. Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau ræða málin.Vísir/Vilhelm Jonas Gahr Störe sagði samstöðu Norðurlanda hafa sýnt sig þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum og fannst tilkomumikið að funda þar. „Ég man að ég var tólf ára þegar fréttir bárust í janúar 1973 af eldgosinu hérna. Þetta virkjaði Norðurlöndin,það virkjaði landið mitt hvað varðar samstöðu og stuðning. Og þegar ég kem hingað á þennan blómlega stað vil ég þakka ykkur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrir að taka á móti okkur. Þetta hefur verið frábær upplifun,“ sagði Gahr Störe.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Kanada Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira