Enski boltinn

Manchester City sagt búið að bjóða meira en fimmtán milljarða í Rice

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Declan Rice með Sambandsdeildarbikarinn sem West Ham vann á tímabilinu.
Declan Rice með Sambandsdeildarbikarinn sem West Ham vann á tímabilinu. Getty/Eddie Keogh

Manchester City og Arsenal vilja bæði kaupa Declan Rice frá West Ham en nú hafa þau bæði sent inn tilboð í leikmanninn.

Enskir miðlar segja frá því að Englandsmeistararnir í City hafði boðið níutíu milljónir punda í fyrirliða West Ham. Það gerir um 15,7 milljarða íslenskra króna.

Í tilboði City þá myndi West Ham fá áttatíu milljónir punda strax en eins og með tilboð Arsenal þá er þetta minna en West Ham vill fá fyrir leikmanninn.

West Ham vill fá hundrað milljónir punda og nú aukast líkurnar á því þegar tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð eru komin í alvöru verðstríð.

Arsenal bauð West Ham 75 milljónir punda í fjórum útborgunum og auk þess fimmtán milljónir punda í mögulegum bónusgreiðslum. West Ham hafnaði því.

Breska ríkisútvarpið segir frá því að líklegast sér að annaðhvort City eða Arsenal gangi frá kaupunum á Rice á næstu dögum.

City hefur þegar styrkt miðjuna með því að kaupa Mateo Kovacic frá Cheslea en liðið missti líka fyrirliðann Ilkay Gundogan til Barcelona.

Declan Rice er fastamaður í enska landsliðinu og leiddi lið West Ham til sigurs í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Hann náði því að kveðja félagið með titli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×