Viðskipti innlent

Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Salan á Íslandsbanka verður til umræðu á fundinum á morgun sem hefst klukkan 13.
Salan á Íslandsbanka verður til umræðu á fundinum á morgun sem hefst klukkan 13. Vísir/Vilhelm

Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum.

Ágúst Bjarni Garðarsson, fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknar, tjáði fréttastofu í gær að stefnt yrði að því að fundurinn yrði lokaður. Það sætti nokkurri gagnrýni og segir í tilkynningu frá Alþingi í dag að fundurinn verði opinn.

Klukkan eitt koma fyrir nefndina þau Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans.

Klukkan korter í tvö mæta síðan Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins og Lárusi Blöndal, stjórnarformanni Bankasýslunnar. 

Bein útsending verður frá fundinum og verður hægt að fylgjast með henni á Vísi og Stöð 2 Vísi.


Tengdar fréttir

Brotin geti haft mikið að segja um orð­spor Ís­lands­banka

Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd.

Sam­mála um al­var­leika en ó­sam­mála um á­byrgð

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því.

Stjórn Ís­lands­banka boðar til hlut­hafa­fundar

Stjórn Íslandsbanka ætlar að bjóða til hluthafafundar á næstu dögum. Á fundinum mun stjórn og stjórnendur bankans fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins sem fram fór þann 22. mars árið 2022.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×