Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands.
Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 1,6 prósent og verð á þjónustu hótela og veitingastaða um 2,7 prósent.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,9 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,9 prósent.
Íslandsbanki hafði spáð því að ársverðbólga myndi mælast 8,7 prósent í júní en hún hefur ekki mælst undir níu prósentum í heilt ár. Bankinn spáir því að ársverðbólga muni mælast 8,1 prósent í september.