„Leikurinn er hraðari og það er orðið miklu meira álag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 20:31 Friðrik Ellert Jónsson sinnir fjölmörgum knattspyrnumönnum í starfi sínu sem sjúkraþjálfari. Skjáskot Friðrik Ellert Jónsson segir álag í knattspyrnu vera mikið meira en það var fyrir tíu árum síðan. Friðrik var á mála hjá Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Knattspyrna hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu árum. Leikurinn er orðinn mun hraðari og hafa meiðsli leikmanna því tekið breytingum og jafnvel aukist. Friðrik Ellert Jónsson er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum og aðstoðar hann knattspyrnumenn í hverri viku. Hann var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest á þessu ári og starfaði sem sjúkraþjálfari liðsins í þrjá mánuði. „Varðandi meiðsli í dag, ef við hugsum að [tognun] aftan í læri eru algengustu meiðslin í fótbolta, að þá er gert ýmislegt til að fyrirbyggja þau meiðsli. Það sem er að gerast líka er að leikurinn er orðinn miklu hraðari og það er orðið miklu meira álag,“ sagði Friðrik Ellert í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Friðrik Ellert segir hraðari leik búa til fleiri meiðsli. „Ef þú berð saman leik núna og sem var fyrir tíu árum síðan þá er miklu meiri hraði. Það er þetta sem er að búa til meiðslin líka.“ Styrktarþjálfun þarf að vera einstaklingsbundnari Friðrik Ellert segir að leikmenn geti hugsað betur út í æfingar sem henti þeim sem einstaklingum. „Það eru ákveðin atriði sem mætti laga, sem leikmenn mættu laga og hugsa um sjálfa sig með tilliti til hvað þeir þurfa að gera. Ekki að liðið sé alltaf að gera það sama heldur að þetta sé svolítið einstaklingsbundið. Að hver og einn styrki sig með tilliti til meiðsla og sinna veikleika sem er hægt að finna út með skoðun.“ Hann segist hafa séð hluti hjá Nottingham Forest sem hefði mátt gera betur. „Ég sá alveg hluti sem hefðu mátt fara aðeins betur og við fórum yfir og allir voru sammála um að gera aðeins betur.“ Allt innslagið úr Sportpakkanum má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Knattspyrna hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu árum. Leikurinn er orðinn mun hraðari og hafa meiðsli leikmanna því tekið breytingum og jafnvel aukist. Friðrik Ellert Jónsson er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum og aðstoðar hann knattspyrnumenn í hverri viku. Hann var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest á þessu ári og starfaði sem sjúkraþjálfari liðsins í þrjá mánuði. „Varðandi meiðsli í dag, ef við hugsum að [tognun] aftan í læri eru algengustu meiðslin í fótbolta, að þá er gert ýmislegt til að fyrirbyggja þau meiðsli. Það sem er að gerast líka er að leikurinn er orðinn miklu hraðari og það er orðið miklu meira álag,“ sagði Friðrik Ellert í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Friðrik Ellert segir hraðari leik búa til fleiri meiðsli. „Ef þú berð saman leik núna og sem var fyrir tíu árum síðan þá er miklu meiri hraði. Það er þetta sem er að búa til meiðslin líka.“ Styrktarþjálfun þarf að vera einstaklingsbundnari Friðrik Ellert segir að leikmenn geti hugsað betur út í æfingar sem henti þeim sem einstaklingum. „Það eru ákveðin atriði sem mætti laga, sem leikmenn mættu laga og hugsa um sjálfa sig með tilliti til hvað þeir þurfa að gera. Ekki að liðið sé alltaf að gera það sama heldur að þetta sé svolítið einstaklingsbundið. Að hver og einn styrki sig með tilliti til meiðsla og sinna veikleika sem er hægt að finna út með skoðun.“ Hann segist hafa séð hluti hjá Nottingham Forest sem hefði mátt gera betur. „Ég sá alveg hluti sem hefðu mátt fara aðeins betur og við fórum yfir og allir voru sammála um að gera aðeins betur.“ Allt innslagið úr Sportpakkanum má sjá hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31