Enski boltinn

„Leikurinn er hraðari og það er orðið miklu meira álag“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Friðrik Ellert Jónsson sinnir fjölmörgum knattspyrnumönnum í starfi sínu sem sjúkraþjálfari.
Friðrik Ellert Jónsson sinnir fjölmörgum knattspyrnumönnum í starfi sínu sem sjúkraþjálfari. Skjáskot

Friðrik Ellert Jónsson segir álag í knattspyrnu vera mikið meira en það var fyrir tíu árum síðan. Friðrik var á mála hjá Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Knattspyrna hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu árum. Leikurinn er orðinn mun hraðari og hafa meiðsli leikmanna því tekið breytingum og jafnvel aukist.

Friðrik Ellert Jónsson er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum og aðstoðar hann knattspyrnumenn í hverri viku. Hann var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest á þessu ári og starfaði sem sjúkraþjálfari liðsins í þrjá mánuði.

„Varðandi meiðsli í dag, ef við hugsum að [tognun] aftan í læri eru algengustu meiðslin í fótbolta, að þá er gert ýmislegt til að fyrirbyggja þau meiðsli. Það sem er að gerast líka er að leikurinn er orðinn miklu hraðari og það er orðið miklu meira álag,“ sagði Friðrik Ellert í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.

Friðrik Ellert segir hraðari leik búa til fleiri meiðsli.

„Ef þú berð saman leik núna og sem var fyrir tíu árum síðan þá er miklu meiri hraði. Það er þetta sem er að búa til meiðslin líka.“

Styrktarþjálfun þarf að vera einstaklingsbundnari

Friðrik Ellert segir að leikmenn geti hugsað betur út í æfingar sem henti þeim sem einstaklingum.

„Það eru ákveðin atriði sem mætti laga, sem leikmenn mættu laga og hugsa um sjálfa sig með tilliti til hvað þeir þurfa að gera. Ekki að liðið sé alltaf að gera það sama heldur að þetta sé svolítið einstaklingsbundið. Að hver og einn styrki sig með tilliti til meiðsla og sinna veikleika sem er hægt að finna út með skoðun.“

Hann segist hafa séð hluti hjá Nottingham Forest sem hefði mátt gera betur.

„Ég sá alveg hluti sem hefðu mátt fara aðeins betur og við fórum yfir og allir voru sammála um að gera aðeins betur.“

Allt innslagið úr Sportpakkanum má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×