Heimir var að stýra liðinu í níunda sinn en hafði ekki náð að landa sigri í fyrstu átta leikjunum þar sem liðið gerði fjögur jafntefli og tapaði fjórum leikjum.
Full-time @jff_football gets its first victory in #GoldCup 2023! pic.twitter.com/Z7h2LnCImW
— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023
Demarai Gray skoraði tvívegis og hin mörkin skoruðu Leon Bailey og Dujuan Richards. Richards er aðeins sauján ára en hann kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok og skoraði fjórða markið í uppbótatíma sem jafnframt var hans fyrsta landsliðsmark.
Demarai Gray er 27 ára leikmaður Everton, Chelsea er nýbúið að ganga frá samningum við hinn sautján ára gamla Dujuan Richards en Leon Bailey er 25 ára leikmaður Aston Villa.
Jamaísku strákarnir höfðu gert 1-1 jafntefli við Bandaríkin í fyrsta leik en Trínidad vann þá sinn leik. Sigurinn í nótt þýðir að Jamaíka er í lykilstöðu til að komast áfram í átta liða úrslitin.
Jamaíka byrjaði frábærlega en þeir Demarai Gray og Leon Bailey komu liðnuu í 2-0 með mörkum á 14. og 17. mínútu og Gray bætti síða við þriðja markinu á 29. mínútu. Þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og úrslitin svo gott sem ráðin. Trínidad og Tóbagó minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og þannig var staðan þar til í blálokin þegar táningurinn innsiglaði sigurinn.
Þetta var frábær leikur hjá Jamaíka en liðið var meira með boltann (53%) og átti þrettán skot gegn aðeins þremur hjá mótherjunum.
Heimir tók við liðinu í september í fyrra og hafði mætt Trínidad og Tóbagó tvisvar sinnum. Jamaíska liðið skoraði ekki í þessum tveimur leikjum sem enduðu með 0-0 jafntefli og 0-1 tapi.
Demarai Gray's first goal for @jff_football in multiple angles! #GoldCup pic.twitter.com/LuFr8VIgRS
— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2023