Enski boltinn

Er nú bæði í fyrsta og öðru sæti yfir dýrustu Þjóðverja sögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kia Havertz sést hér kominn í Arsenal treyjuna.
Kia Havertz sést hér kominn í Arsenal treyjuna. Getty/David Price

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal keypti í gær Kai Havertz frá nágrönnum sínum í Chelsea og borgar fyrir hann 65 milljónir punda eða 11,2 milljarða íslenska króna.

Hinn 24 ára gamli Havertz var i þrjú ár í herbúðum Chelsea eftir að enska félagið keypti hann frá Bayer Leverkusen árið 2020.

Bayer Leverkusen fékk 71 milljón punda fyrir Havertz á sínum tíma og hann varð þar með dýrasti þýski knattspyrnumaður sögunnar.

Arsenal borgaði fimm milljónum punda minna fyrir hann núna en það skilar Havertz engu að síður öðru sætinu á listanum yfir dýrustu Þjóðverjana.

Havertz er nú bæði í fyrsta og öðru sæti yfir dýrustu Þjóðverjana en næstir á eftir honum eru Timo Werner og Leroy Sané. Mesut Özil, sem Arsenal keypti frá Real Madrid, er síðan í fimmta sætinu.

Havertz var með sjö mörk og eina stoðsendingu í 35 deildarleikjum með Chelsea á síðustu leiktíð. Hann náði ekki að koma að marki í leikjunum tveimur á móti Chelsea.

Á þessum þremur tímabilum skoraði Havertz 19 mörk í 91 leik í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði sigurmarkið á móti Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×