Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 11:20 Sergei Surovikin hefur ekki sést opinberlega frá því að hann kom fram í myndbandi til þess að reyna að kveða niður uppreisn Wagner-hópsins um helgina. Vísir/EPA Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. Rússneski fjölmiðilinn Moscow Times hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að Surovikin hefði verið tekinn höndum fyrir stuðning við Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans sem gerðu skammlífa uppreisn gegn stjórn hersins um helgina. Ekkert hefur sést til Surovikin opinberlega frá því á laugardag eða frá því að hann hvatti Prigozhin til þess að láta af uppreisn sinni í myndbandi. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi virst uppgefinn á myndbandinu og óljóst hafi verið hvort að hann hefði verið þvingaður til upptökunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, neitaði að svara spurningum um Surovikin í morgun og vísaði á varnarmálaráðuneytið. Það hefur ekkert tjáð sig um hershöfðingjann. Peskov svaraði heldur ekki beint spurningu um hvort að Vladímír Pútín forseti bæri enn traust til Surovikin. Reuters segist ekki hafa getað staðfest hvort að Surovikin hefði verið handtekinn eða yfirheyrður af leyniþjónustunni til þess að staðfesta hollustu hans við stjórnvöld eins og sumir rússneskir herbloggarar halda fram. Ekkert sést til yfirmanns hersins heldur Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að bandaríska leyniþjónustan teldi að Surovikin hafi haft vitneskju um uppreisnaráform Prigozhin fyrir fram. Óljóst væri hvort að hann hefði hjálpað við skipulagningu hennar. Peskov lýsti þeim fréttum sem „slúðri“ og „vangaveltum“ í gær. Surovikin stýrði aðgerðum í Úkraínu þar til í janúar. Hann gengur undir viðurnefninu „Harmagedón hershöfðingi“ vegna þess hve vægðarlaus hann var þegar hann stýrði hernaði Rússa í Sýrlandi á sínum tíma. Prigozhin sjálfur er talinn hafa komið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á þriðjudag. Samkomulag við Pútín sem batt enda á uppreisn hans fól í sér að hann og málaliðar hans fengju að fara til nágrannalandsins í nokkurs konar útlegð og slyppu við saksókn. Ekkert hefur heldur sést til Valeríj Gerasimov, yfirmanni rússneska hersins, eftir uppreisnina um helgina. Reuters segir að hann hafi heldur ekki verið nefndur á nafn í yfirlýsingum hersins frá 9. júní. Uppreisn Prigozhin beindist sérstaklega að Gerasimov og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sem hann telur að hafi klúðrað málum í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rússneski fjölmiðilinn Moscow Times hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að Surovikin hefði verið tekinn höndum fyrir stuðning við Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans sem gerðu skammlífa uppreisn gegn stjórn hersins um helgina. Ekkert hefur sést til Surovikin opinberlega frá því á laugardag eða frá því að hann hvatti Prigozhin til þess að láta af uppreisn sinni í myndbandi. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi virst uppgefinn á myndbandinu og óljóst hafi verið hvort að hann hefði verið þvingaður til upptökunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, neitaði að svara spurningum um Surovikin í morgun og vísaði á varnarmálaráðuneytið. Það hefur ekkert tjáð sig um hershöfðingjann. Peskov svaraði heldur ekki beint spurningu um hvort að Vladímír Pútín forseti bæri enn traust til Surovikin. Reuters segist ekki hafa getað staðfest hvort að Surovikin hefði verið handtekinn eða yfirheyrður af leyniþjónustunni til þess að staðfesta hollustu hans við stjórnvöld eins og sumir rússneskir herbloggarar halda fram. Ekkert sést til yfirmanns hersins heldur Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að bandaríska leyniþjónustan teldi að Surovikin hafi haft vitneskju um uppreisnaráform Prigozhin fyrir fram. Óljóst væri hvort að hann hefði hjálpað við skipulagningu hennar. Peskov lýsti þeim fréttum sem „slúðri“ og „vangaveltum“ í gær. Surovikin stýrði aðgerðum í Úkraínu þar til í janúar. Hann gengur undir viðurnefninu „Harmagedón hershöfðingi“ vegna þess hve vægðarlaus hann var þegar hann stýrði hernaði Rússa í Sýrlandi á sínum tíma. Prigozhin sjálfur er talinn hafa komið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á þriðjudag. Samkomulag við Pútín sem batt enda á uppreisn hans fól í sér að hann og málaliðar hans fengju að fara til nágrannalandsins í nokkurs konar útlegð og slyppu við saksókn. Ekkert hefur heldur sést til Valeríj Gerasimov, yfirmanni rússneska hersins, eftir uppreisnina um helgina. Reuters segir að hann hafi heldur ekki verið nefndur á nafn í yfirlýsingum hersins frá 9. júní. Uppreisn Prigozhin beindist sérstaklega að Gerasimov og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sem hann telur að hafi klúðrað málum í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira