Viðskipti innlent

Fastus innkallar spaða vegna arómatísks amíns

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Viðskiptavinir sem keyptu þennan eldhússpaða úr plasti eiga að hætta notkun hans og farga honum eða skila til Fastus.
Viðskiptavinir sem keyptu þennan eldhússpaða úr plasti eiga að hætta notkun hans og farga honum eða skila til Fastus. Aðsent

Fyrirtækið Fastus hefur innkallað „Paderno World Cuisine“ eldhússpaða úr plasti. Ástæðan er að flæði arómatísks amíns fer yfir leyfileg mörk samkvæmt reglugerðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vöru hennar og farga henni eða skila.

Þetta segir í tilkynningu frá Fastus ehf.

Þar segir að vöruheitið sé „PA+ plus Flexible Spatula“ frá „Paderno World Cuisine“ og að ástæða innköllunar sé að flæði arómatísks amíns fari yfir mörk sem sett eru í reglugerð um plast sem ætlað er að komist í snertingu við matvæli og getur haft áhrif á öryggi matvæla.

Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vörunnar og farga henni en einnig sé hægt að skila til Fastusar vörum sem innköllunin tekur til gegn endurgreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×