Innlent

Lands­virkjun flytur vegna myglu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Forstjóri Landsvirkjunar kveður skrifstofu sína á áttundu hæð á Háaleitisbraut. Þar hefur hann verið síðastliðin fjórtán ár.
Forstjóri Landsvirkjunar kveður skrifstofu sína á áttundu hæð á Háaleitisbraut. Þar hefur hann verið síðastliðin fjórtán ár. Landsvirkjun

Landsvirkjun er búin að flytja höfuðstöðvar sínar úr Háaleitisbraut 68 vegna myglu sem fannst þar síðasta haust. Frekari rannsóknir sýndu að umfang myglunnar var töluvert. Höfuðstöðvarnar verða nú tímabundið að Katrínartúni 2 í Reykjavík.

Starfsfólk Landsvirkjunar hefur verið á víð og dreif um skrifstofuhúsnæði í borginni vegna myglunnar. Í sumum tilfellum verður það áfram þar fram á komandi vetur. Móttaka gesta og öll önnur starfsemi Landsvirkjunar mun þó að lokum sameinast í Katrínartúni í vetur.

Húsnæði Landsvirkjunar að Háaleitisbraut mun vera lokað frá og með næstu mánaðarmótum. 

Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að starfsfólk sé að kveðja höfuðstöðvarnar með söknuði en þær hafa verið á sama stað í næstum hálfa öld. Til skoðunar sé annað hvort að gera endurbætur á húsnæðinu eða flytja starfsemina varanlega í nýtt húsnæði.

„Það er mikils virði að tímabundin lausn hafi fundist á húsnæðismálum Landsvirkjunar,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunnar í tilkynningunni. „En nú þarf einfaldlega að meta hvort borgi sig að gera endurbætur á gamla húsnæðinu eða hvort finna þurfi nýtt framtíðarhúsnæði fyrir fyrirtækið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×