Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á næsta ári, en línan á að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og skapa tækifæri til uppbyggingar. Eftir áralangt þras hafa Vogar og Landsnet komist að samkomulagi um framkvæmdina.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við norður á Sauðárkrók þar sem risavaxinn rostungur hefur gert sig heimakominn á smábátabryggju. Smábátaeigendur urðu varir við hann í gærkvöldi og segir hafnarstarfsmaður að mikill fjöldi hafi sótt niður á bryggju til að berja rostunginn augum.

Þá kíkjum við á Guðjón Ólafsson, tyggjóhreinsi, sem hefur störf á morgun að nýju. Að þessu sinni hyggst hann ná því stóra markmiði að gera miðborg höfuðborgarinnar tyggjóklessulausa í sumar. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×