Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2023 21:10 Ofurheitur plasma-ljósbogi mölvar bergið. EarthGrid Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. „Viljayfirlýsing um kyndilborun“ segir í frétt Stjórnarráðsins um „hraðvirkari og hagkvæmari tækni fyrir jarðgöng og lagnagöng“ með mynd af ráðherrunum Sigurði Inga Jóhannssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa bandaríska félagsins EarthGrid, að skrifa undir yfirlýsingu í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Aðferðin felst í að nota ofurheitan plasma-ljósboga til að kurla upp bergið en tæknin hefur í áratugi verið nýtt í málmiðnaði þegar hefðbundin logsuða dugar ekki. Vísir sagði frá því í fyrra að aðferðin gæti valdið byltingu í jarðgangagerð og að ekki færri en þrír ótengdir aðilar, austan hafs og vestan, væru að þróa hana. Earthgrid virðist komið einna lengst og er að byrja að nýta kyndilborun fyrir lagnagöng í gegnum hart berg. Og núna er verið að þróa stærri kyndilbor til að bora stærri göng. Á heimasíðu Earthgrid er sýnd mynd af frumgerð beltadreka sem myndi með fjölda logandi ljósbogakyndla mölva sér leið í gegnum bergið. EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar.Earthgrid Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku og þarf raunar mjög mikla orku til að ná fram ofurhita. Fullyrt er að mikið hagræði felist í þessari aðferð, afköstin verði mun meiri en með hefðbundnum borunum og kostnaður mun lægri. Í frétt Stjórnarráðsins segir að búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Tækni Orkumál Tengdar fréttir Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Viljayfirlýsing um kyndilborun“ segir í frétt Stjórnarráðsins um „hraðvirkari og hagkvæmari tækni fyrir jarðgöng og lagnagöng“ með mynd af ráðherrunum Sigurði Inga Jóhannssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa bandaríska félagsins EarthGrid, að skrifa undir yfirlýsingu í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Aðferðin felst í að nota ofurheitan plasma-ljósboga til að kurla upp bergið en tæknin hefur í áratugi verið nýtt í málmiðnaði þegar hefðbundin logsuða dugar ekki. Vísir sagði frá því í fyrra að aðferðin gæti valdið byltingu í jarðgangagerð og að ekki færri en þrír ótengdir aðilar, austan hafs og vestan, væru að þróa hana. Earthgrid virðist komið einna lengst og er að byrja að nýta kyndilborun fyrir lagnagöng í gegnum hart berg. Og núna er verið að þróa stærri kyndilbor til að bora stærri göng. Á heimasíðu Earthgrid er sýnd mynd af frumgerð beltadreka sem myndi með fjölda logandi ljósbogakyndla mölva sér leið í gegnum bergið. EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar.Earthgrid Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku og þarf raunar mjög mikla orku til að ná fram ofurhita. Fullyrt er að mikið hagræði felist í þessari aðferð, afköstin verði mun meiri en með hefðbundnum borunum og kostnaður mun lægri. Í frétt Stjórnarráðsins segir að búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Tækni Orkumál Tengdar fréttir Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36