„Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 30. júní 2023 21:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost. Breiðablik skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur var formsatriði. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigurinn. „Ég átti ekki von á þessu ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og menn hættu aldrei. Í 90 mínútur var gríðarleg vinnsla í liðinu og þetta var engin gönguferð í garðinum en úrslitin endurspegluðu framlag leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Óskar talaði um það í aðdraganda leiks að hann vildi sjá mikla ákefð í sínu liði og hann var ánægður með hvernig hans menn svöruðu kallinu. „Þeir svöruðu kallinu. Orkustigið var rétt og þá erum við mjög góðir. Þegar varnarleikurinn er góður allstaðar á vellinum þá fylgir sóknarleikurinn með. Við gerðum það sem hefur skipt sköpum í svona stórum leikjum þar sem þú verður að refsa fyrir mistök og við gerðum það í fyrri hálfleik þar sem við vorum sterkir í báðum teigum.“ „Við getum verið mjög ánægðir með þessa frammistöðu. Hún rímaði vel við sjálfsmyndina sem liðið hefur sem er dugnaður og ákefð. Þegar það er í lagi þá fylgir hitt með.“ Óskar Hrafn fór yfir félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarsonar til Patro Eisden í Belgíu. Stefán Ingi fer 5.júlí frá Blikum til Patro Eisden í Belgíu er það sem ég er að heyra þannig hann nær úrslitaleiknum gegn Buducnost á föstudaginn. Getum orðað það þannig hann fær aðeins betri laun í Belgíu en í Smáranum. Fair play Stebbi💰🇧🇪 pic.twitter.com/jZVYNXeLDE— Arnar Laufdal (@AddiLauf) June 28, 2023 „Ég veit ekki hvort þetta var hans síðasti leikur fyrir Breiðablik á tímabilinu. Það er ekki mitt að svara fyrir það en það er líklegt.“ „Stefán Ingi á möguleika á að spila fyrir lið í Belgíu með mikinn metnað. Við verðum að vera heiðarlegir með það að hann er að fara í stærri deild og í stærra verkefni. Hann hefur staðið sig frábærlega og lagt mikið á sig. Hann er búinn að klára háskólanám og er á leið í atvinnumennsku. Við þurfum líka að passa upp á það að við erum í þessu til að ýta undir menn en ekki bara til að standa á öxlunum og ýta mönnum niður. Það þarf að leyfa þeim að fljúga líka og Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu og við erum þakklát fyrir tímann sem hann eyddi með okkur. Ég er ekki fúll yfir því að hann fari. Ég er bara stoltur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
„Ég átti ekki von á þessu ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og menn hættu aldrei. Í 90 mínútur var gríðarleg vinnsla í liðinu og þetta var engin gönguferð í garðinum en úrslitin endurspegluðu framlag leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Óskar talaði um það í aðdraganda leiks að hann vildi sjá mikla ákefð í sínu liði og hann var ánægður með hvernig hans menn svöruðu kallinu. „Þeir svöruðu kallinu. Orkustigið var rétt og þá erum við mjög góðir. Þegar varnarleikurinn er góður allstaðar á vellinum þá fylgir sóknarleikurinn með. Við gerðum það sem hefur skipt sköpum í svona stórum leikjum þar sem þú verður að refsa fyrir mistök og við gerðum það í fyrri hálfleik þar sem við vorum sterkir í báðum teigum.“ „Við getum verið mjög ánægðir með þessa frammistöðu. Hún rímaði vel við sjálfsmyndina sem liðið hefur sem er dugnaður og ákefð. Þegar það er í lagi þá fylgir hitt með.“ Óskar Hrafn fór yfir félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarsonar til Patro Eisden í Belgíu. Stefán Ingi fer 5.júlí frá Blikum til Patro Eisden í Belgíu er það sem ég er að heyra þannig hann nær úrslitaleiknum gegn Buducnost á föstudaginn. Getum orðað það þannig hann fær aðeins betri laun í Belgíu en í Smáranum. Fair play Stebbi💰🇧🇪 pic.twitter.com/jZVYNXeLDE— Arnar Laufdal (@AddiLauf) June 28, 2023 „Ég veit ekki hvort þetta var hans síðasti leikur fyrir Breiðablik á tímabilinu. Það er ekki mitt að svara fyrir það en það er líklegt.“ „Stefán Ingi á möguleika á að spila fyrir lið í Belgíu með mikinn metnað. Við verðum að vera heiðarlegir með það að hann er að fara í stærri deild og í stærra verkefni. Hann hefur staðið sig frábærlega og lagt mikið á sig. Hann er búinn að klára háskólanám og er á leið í atvinnumennsku. Við þurfum líka að passa upp á það að við erum í þessu til að ýta undir menn en ekki bara til að standa á öxlunum og ýta mönnum niður. Það þarf að leyfa þeim að fljúga líka og Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu og við erum þakklát fyrir tímann sem hann eyddi með okkur. Ég er ekki fúll yfir því að hann fari. Ég er bara stoltur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira