Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 16:43 Það eru Írskir dagar á Akranesi um helgina. Vísir/Arnar Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. Vísi barst ábending um að einhver hefði spreyjað piparúða á gesti í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í nótt. Lögreglan á Vesturlandi staðfesti það en hins vegar væri ekki vitað hver viðkomandi væri. „Það er ekki vitað hver gerði þetta en það er einhver sem úðar þarna yfir fólk innandyra og fólkið fann fyrir óþægindum og það var einn fluttur á slysadeildina á Akranesi,“ sagði Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Að sögn Ásmundar átti atvikið sér stað rúmlega hálf þrjú í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um 02.39 þess efnis einhver hefði spreyjað á dansgólfinu inni á Gamla kaupfélaginu og var sjúkrabíll sendur á staðinn auk lögreglu. Einn þurfti aðhlynningu og var fluttur á sjúkrahús en aðrir kenndu sér einnig meins. „Fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð“ Fyrir utan þetta atvik sagði Ásmundur að Írskir dagar hefðu farið fram með hefðbundnu sniði. Hins vegar væri lögreglan að leggja meiri áherslu á fíkniefnaeftirlit og væri þess vegna með tvo hunda frá Suðurnesjum. „Við erum núna að leggja áherslu á fíkniefnalöggæslu og það kom lögreglukona frá Suðurnesjum með tvo hunda. Hundurinn er búinn að merkja þrjú mál fyrir okkur enn sem komið er. Þannig við erum að leggja sérstaka áherslu á að hér sé ekki verið að sýsla með fíkniefni en það eru nokkur fíkniefnamál frá því í gær og hefðbundin slagsmál,“ sagði Ásmundur. Lögreglan sagðist einnig vera að taka prufur úr bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngum. Í fyrra hefði lögreglan orðið vör við aukna fíkniefnaneyslu og nú ætti að taka það föstum tökum. „Við reiknum með að það verði um fjögur til fimm þúsund manns líklega, í brekkusöng og á þessu lopapeysuballi. Við erum að reyna að hafa mjög öfluga löggæslu í kringum það,“ sagði Ásmundur. „Í fyrra urðu lögreglumenn varir við aukna fíkniefnaneyslu hérna og við erum ekki ánægðir með það og þess vegna erum við að setja meira í þetta núna, eins og að vera með hundana, til að sporna við þessu. Þetta er fjölskylduhátíð og skilaboðin okkur eru að þessi sýsla með fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð.“ Akranes Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Vísi barst ábending um að einhver hefði spreyjað piparúða á gesti í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í nótt. Lögreglan á Vesturlandi staðfesti það en hins vegar væri ekki vitað hver viðkomandi væri. „Það er ekki vitað hver gerði þetta en það er einhver sem úðar þarna yfir fólk innandyra og fólkið fann fyrir óþægindum og það var einn fluttur á slysadeildina á Akranesi,“ sagði Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Að sögn Ásmundar átti atvikið sér stað rúmlega hálf þrjú í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um 02.39 þess efnis einhver hefði spreyjað á dansgólfinu inni á Gamla kaupfélaginu og var sjúkrabíll sendur á staðinn auk lögreglu. Einn þurfti aðhlynningu og var fluttur á sjúkrahús en aðrir kenndu sér einnig meins. „Fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð“ Fyrir utan þetta atvik sagði Ásmundur að Írskir dagar hefðu farið fram með hefðbundnu sniði. Hins vegar væri lögreglan að leggja meiri áherslu á fíkniefnaeftirlit og væri þess vegna með tvo hunda frá Suðurnesjum. „Við erum núna að leggja áherslu á fíkniefnalöggæslu og það kom lögreglukona frá Suðurnesjum með tvo hunda. Hundurinn er búinn að merkja þrjú mál fyrir okkur enn sem komið er. Þannig við erum að leggja sérstaka áherslu á að hér sé ekki verið að sýsla með fíkniefni en það eru nokkur fíkniefnamál frá því í gær og hefðbundin slagsmál,“ sagði Ásmundur. Lögreglan sagðist einnig vera að taka prufur úr bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngum. Í fyrra hefði lögreglan orðið vör við aukna fíkniefnaneyslu og nú ætti að taka það föstum tökum. „Við reiknum með að það verði um fjögur til fimm þúsund manns líklega, í brekkusöng og á þessu lopapeysuballi. Við erum að reyna að hafa mjög öfluga löggæslu í kringum það,“ sagði Ásmundur. „Í fyrra urðu lögreglumenn varir við aukna fíkniefnaneyslu hérna og við erum ekki ánægðir með það og þess vegna erum við að setja meira í þetta núna, eins og að vera með hundana, til að sporna við þessu. Þetta er fjölskylduhátíð og skilaboðin okkur eru að þessi sýsla með fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð.“
Akranes Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira