Krefjast birtingar á starfslokasamningi Birnu: „Auðvitað á að birta hann strax“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 20:03 Þórarinn Ingi Pétursson, Bryndís Haraldsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru í fjárlaganefnd Alþingis og hafa öll óskað eftir því að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur. Samsett/Vilhelm Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar, einn úr hverjum stjórnarflokkanna þriggja, hafa óskað eftir því að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, sem sagði upp störfum sem bankastjóri Íslandsbanka í vikunni, verði birtur. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að engin ástæða væri til að bíða með að opinbera samninginn og hann hygðist beita sér fyrir því innan fjárlaganefndar þar sem hann situr. „Leggjum öll spilin á borðið og byggjum upp traust, því að ef við gerum það ekki þá getum við ekki haldið áfram með þetta mikilvæga ferli að losa um eignarhlut ríkisins í þessum fjármálafyrirtækjum,“ sagði hann í Vikulokunum. Tók undir með kollega sínum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd, tók undir með Þórarni í viðtali við Rúv í kvöld. Hún segir nauðsynlegt að birta allt í kringum söluna og sér enga ástæðu til að bíða eftir uppgjöri bankans. Bryndís Haraldsdóttir segir skipta máli fyrir íslenska almenning að starfslokasamningurinn verði birtur.Vísir/Vilhelm „Þarna er verið að selja ríkiseignir og því miður þá var framkvæmdin ekki eins og við, sem studdum söluna, hefðum viljað óska og það er bara mjög eðlilegt að allar upplýsingar í tengslum við þetta mál verði birtar og sem fyrst,“ sagði hún við Rúv. Það skipti máli fyrir íslenskan almenning, gagnsæi og upplýsingagjöf um málið. Bryndís segir þó að ekki eigi að þurfa að kalla fjárlaganefnd saman til að samningurinn verði birtur, en hún mæti á þann fund verði boðaðu til hans. „Við höfum lært ýmislegt, en ég hefði svo sannarlega viljað að þessi menning væri horfin úr íslenska fjármálakerfinu,“ sagði hún um það hvort Íslendingar hefðu lært af reynslunni frá fjármálahruninu. Formaðurinn krefst birtingar strax Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, bættist í hóp þeirra sem krefjast birtingar starfslokasamningsins rétt fyrir sjö. Hún segir að það eigi að birta hann strax. „Ég mun óska eftir því fyrir hönd fjárlaganefndar að fá afhentan starfslokasamning fyrrum bankastjóra Íslandsbanka. Það er algjörlega ótækt að þurfa að bíða eftir einhverskonar uppgjöri bankans og auðvitað á að birta hann strax,“ skrifaði hún í færslu á Facebook-síðu sinni. Þrýstingurinn á stjórn Íslandsbanka um að birta starfslokasamning Birnu eykst áfram en það er spurning hvort hún láti undan fyrir ársuppgjör. Þá er spurning hvort fjárlaganefnd óski einnig eftir starfslokasamningi Ásmundur Tryggvasonar sem steig í kvöld til hliðar sem framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Salan á Íslandsbanka Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Íslenskir bankar Alþingi Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Ásmundur Tryggvason hættur hjá Íslandsbanka Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. 1. júlí 2023 18:59 Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. 28. júní 2023 14:34 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að engin ástæða væri til að bíða með að opinbera samninginn og hann hygðist beita sér fyrir því innan fjárlaganefndar þar sem hann situr. „Leggjum öll spilin á borðið og byggjum upp traust, því að ef við gerum það ekki þá getum við ekki haldið áfram með þetta mikilvæga ferli að losa um eignarhlut ríkisins í þessum fjármálafyrirtækjum,“ sagði hann í Vikulokunum. Tók undir með kollega sínum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd, tók undir með Þórarni í viðtali við Rúv í kvöld. Hún segir nauðsynlegt að birta allt í kringum söluna og sér enga ástæðu til að bíða eftir uppgjöri bankans. Bryndís Haraldsdóttir segir skipta máli fyrir íslenska almenning að starfslokasamningurinn verði birtur.Vísir/Vilhelm „Þarna er verið að selja ríkiseignir og því miður þá var framkvæmdin ekki eins og við, sem studdum söluna, hefðum viljað óska og það er bara mjög eðlilegt að allar upplýsingar í tengslum við þetta mál verði birtar og sem fyrst,“ sagði hún við Rúv. Það skipti máli fyrir íslenskan almenning, gagnsæi og upplýsingagjöf um málið. Bryndís segir þó að ekki eigi að þurfa að kalla fjárlaganefnd saman til að samningurinn verði birtur, en hún mæti á þann fund verði boðaðu til hans. „Við höfum lært ýmislegt, en ég hefði svo sannarlega viljað að þessi menning væri horfin úr íslenska fjármálakerfinu,“ sagði hún um það hvort Íslendingar hefðu lært af reynslunni frá fjármálahruninu. Formaðurinn krefst birtingar strax Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, bættist í hóp þeirra sem krefjast birtingar starfslokasamningsins rétt fyrir sjö. Hún segir að það eigi að birta hann strax. „Ég mun óska eftir því fyrir hönd fjárlaganefndar að fá afhentan starfslokasamning fyrrum bankastjóra Íslandsbanka. Það er algjörlega ótækt að þurfa að bíða eftir einhverskonar uppgjöri bankans og auðvitað á að birta hann strax,“ skrifaði hún í færslu á Facebook-síðu sinni. Þrýstingurinn á stjórn Íslandsbanka um að birta starfslokasamning Birnu eykst áfram en það er spurning hvort hún láti undan fyrir ársuppgjör. Þá er spurning hvort fjárlaganefnd óski einnig eftir starfslokasamningi Ásmundur Tryggvasonar sem steig í kvöld til hliðar sem framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka.
Salan á Íslandsbanka Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Íslenskir bankar Alþingi Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Ásmundur Tryggvason hættur hjá Íslandsbanka Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. 1. júlí 2023 18:59 Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. 28. júní 2023 14:34 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Ásmundur Tryggvason hættur hjá Íslandsbanka Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. 1. júlí 2023 18:59
Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36
Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. 28. júní 2023 14:34