Fótbolti

Viðar Örn kominn í búlgörsku úr­vals­deildina

Smári Jökull Jónsson skrifar
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu.
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Viðar Örn Kjartansson er genginn til liðs við CSKA 1948 í búlgörsku úrvalsdeildinni. Viðar Örn skrifar undir tveggja ára samning við liðið.

Viðar Örn kemur til liðs við CSKA 1948 frá gríska liðinu Atromitos en þar hafði hann lítið spilað síðustu mánuði. Viðar skoraði 6 mörk í 33 leikjum í grísku deildinni en hann skrifar nú undir tveggja ára samning við CSKA 1948.

Nýja félag Viðars Arnar endaði í þriðja sæti búlgörsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, fimmtán stigum á eftir meistaraliði Ludogorets.

Viðar Örn hefur komið víða við á ferli sínum en meðal annars spilað í Svíþjóð, Noregi, Kína, Rússlandi og Tyrklandi. Hann hefur leikið 32 landsleiki fyrir Íslands hönd og mun taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar með CSKA 1948 nú síðar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×