Hvenær fór ríkisstjórnin að treysta Bankasýslunni aftur? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. júlí 2023 12:49 Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. Síðasta skoðanakönnun sýnir að ríkisstjórnin hefur misst mikið traust. Þingmenn sem vilja birta starfslokasamning Birnu ættu auðvitað að styðja að birta öll gögn og samskipti stjórnvalda í aðdraganda sölunnar. Þau ættu að styðja að kannað verði hvernig ráðherra sinnti leiðbeiningarskyldu sinni til Bankasýslunnar í aðdraganda sölunnar og eftirlitsskyldu sinni skv. lögum. Geta þeir hugsað sér að klára rannsókn á þeim þáttum Íslandsbankasölunnar sem út af standa? Þannig að allt um þessa sölu verði birt, líka þeir þættir sem sýna undirbúning og eftirlit ráðherra. Skoðanakönnun sýndi að 83% þjóðarinnar var óánægður með hvernig tókst til við söluna. Sú óánægja var löngu tilkomin áður en starfslokasamningur var gerður við bankastjórann. Á hluthafafundi í Íslandsbanka í lok mánaðarins mætir Bankasýslan fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og almennings. Sama bankasýsla og enn heldur því fram að útboðið hafa verið það farsælasta í Íslandssögunni. Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðanda á Bankasýsluna og 1,2 milljarða sekt Íslandsbanka vegna alvarlega brota virðist ekki enn hafa fært þeim skilning á málinu. Bankasýslan er umboðslaus eftir að sérstök fréttatilkynning formanna ríkisstjórnarflokkanna var send út um að leggja þyrfti stofnunina niður vegna þess hvernig bankasýslan sinnti sínum þætti í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðust þá ekki treysta Bankasýslunni. Bara síðast í gær sagði viðskiptaraðherra að forsvarsmenn Bankasýslunnar hefðu orðið sér til skammar á fundi efnahagsnefndar. Enn virðast þeir ekki skilja að salan snerist ekki bara um verðið heldur um vinnubrögð. Finnst þingmönnunum passandi að Bankasýslan fari þá með þetta mikla ábyrgðarhlutverk fyrir hönd almennings á hluthafafundinum? Mennirnir sem ekki skilja gagnrýnina á þá sjálfa? Menn sem verða sér til skammar að mati ríkisstjórnarinnar þegar þeir tala um söluna? Finnst þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna það passandi þrátt fyrir orð um að þeim sé ekki treystandi? Ríkisstjórnin þarf að svara hvað varð til þess að ríkisstjórnin fór að treysta Bankasýslunni aftur? Snýst það um nokkuð annað en að reyna að beina kastljósinu að hluthafafundinum og frá umræðum um rannsóknarnefnd? Forsætisráðherra hefur með skapandi skýringu fundið út að fjármálaráðherra hafi axlað ábyrgð með því að biðja ríkisendurskoðanda að skrifa skýrslu. Er það ekki dálítið eins og að ábyrgð Birnu Einarsdóttur hefði bara verið sú að biðja endurskoðendur um að skrifa skýrslu um söluna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. Síðasta skoðanakönnun sýnir að ríkisstjórnin hefur misst mikið traust. Þingmenn sem vilja birta starfslokasamning Birnu ættu auðvitað að styðja að birta öll gögn og samskipti stjórnvalda í aðdraganda sölunnar. Þau ættu að styðja að kannað verði hvernig ráðherra sinnti leiðbeiningarskyldu sinni til Bankasýslunnar í aðdraganda sölunnar og eftirlitsskyldu sinni skv. lögum. Geta þeir hugsað sér að klára rannsókn á þeim þáttum Íslandsbankasölunnar sem út af standa? Þannig að allt um þessa sölu verði birt, líka þeir þættir sem sýna undirbúning og eftirlit ráðherra. Skoðanakönnun sýndi að 83% þjóðarinnar var óánægður með hvernig tókst til við söluna. Sú óánægja var löngu tilkomin áður en starfslokasamningur var gerður við bankastjórann. Á hluthafafundi í Íslandsbanka í lok mánaðarins mætir Bankasýslan fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og almennings. Sama bankasýsla og enn heldur því fram að útboðið hafa verið það farsælasta í Íslandssögunni. Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðanda á Bankasýsluna og 1,2 milljarða sekt Íslandsbanka vegna alvarlega brota virðist ekki enn hafa fært þeim skilning á málinu. Bankasýslan er umboðslaus eftir að sérstök fréttatilkynning formanna ríkisstjórnarflokkanna var send út um að leggja þyrfti stofnunina niður vegna þess hvernig bankasýslan sinnti sínum þætti í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðust þá ekki treysta Bankasýslunni. Bara síðast í gær sagði viðskiptaraðherra að forsvarsmenn Bankasýslunnar hefðu orðið sér til skammar á fundi efnahagsnefndar. Enn virðast þeir ekki skilja að salan snerist ekki bara um verðið heldur um vinnubrögð. Finnst þingmönnunum passandi að Bankasýslan fari þá með þetta mikla ábyrgðarhlutverk fyrir hönd almennings á hluthafafundinum? Mennirnir sem ekki skilja gagnrýnina á þá sjálfa? Menn sem verða sér til skammar að mati ríkisstjórnarinnar þegar þeir tala um söluna? Finnst þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna það passandi þrátt fyrir orð um að þeim sé ekki treystandi? Ríkisstjórnin þarf að svara hvað varð til þess að ríkisstjórnin fór að treysta Bankasýslunni aftur? Snýst það um nokkuð annað en að reyna að beina kastljósinu að hluthafafundinum og frá umræðum um rannsóknarnefnd? Forsætisráðherra hefur með skapandi skýringu fundið út að fjármálaráðherra hafi axlað ábyrgð með því að biðja ríkisendurskoðanda að skrifa skýrslu. Er það ekki dálítið eins og að ábyrgð Birnu Einarsdóttur hefði bara verið sú að biðja endurskoðendur um að skrifa skýrslu um söluna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun