Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2023 13:34 Gylfi Þór Sigurðsson virðist svo sannarlega ekki hættur að spila fótbolta. VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. Ekki hefur sést til Gylfa með bolta á tánum frá því að hann var handtekinn sumarið 2021 vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi í Englandi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Hér að neðan má sjá Gylfa á æfingu Vals í dag en hann veitti ekki viðtöl að æfingunni lokinni. Óljóst er hvort til greina komi hjá honum að semja við Val og spila fyrir félagið. Klippa: Gylfi Sig á æfingu með Val Fari svo að Gylfi ákveði að spila fótbolta spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Gylfi hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United sem leikur undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga Gylfa, Wayne Rooney. Þeir léku saman hjá Everton fyrstu leiktíð Gylfa í bláa búningnum en Gylfi var samningsbundinn félaginu í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út í fyrrasumar. Gylfi hvorki spilaði né æfði með Everton síðasta ár samningstímans. Gylfi, sem er 33 ára gamall, hefur spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Nýi landsliðsþjálfarinn, Åge Hareide, segir dyrnar í landsliðið standa galopnar fyrir Gylfa fari svo að hann snúi aftur í fótboltann eins og nú er allt útlit fyrir að hann geri. Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Ekki hefur sést til Gylfa með bolta á tánum frá því að hann var handtekinn sumarið 2021 vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi í Englandi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Hér að neðan má sjá Gylfa á æfingu Vals í dag en hann veitti ekki viðtöl að æfingunni lokinni. Óljóst er hvort til greina komi hjá honum að semja við Val og spila fyrir félagið. Klippa: Gylfi Sig á æfingu með Val Fari svo að Gylfi ákveði að spila fótbolta spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Gylfi hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United sem leikur undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga Gylfa, Wayne Rooney. Þeir léku saman hjá Everton fyrstu leiktíð Gylfa í bláa búningnum en Gylfi var samningsbundinn félaginu í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út í fyrrasumar. Gylfi hvorki spilaði né æfði með Everton síðasta ár samningstímans. Gylfi, sem er 33 ára gamall, hefur spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Nýi landsliðsþjálfarinn, Åge Hareide, segir dyrnar í landsliðið standa galopnar fyrir Gylfa fari svo að hann snúi aftur í fótboltann eins og nú er allt útlit fyrir að hann geri.
Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43